Systir Sara (1972-75)

Hljómsveitin Systir Sara (og um tíma Sara) starfaði um nokkurra ára skeið á höfuðborgarsvæðinu, lengst af sem húshljómsveit í Silfurtunglinu en sveitin mun einnig hafa leikið nokkuð á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum. Systir Sara kom fyrst fram sem húshljómsveit í Silfurtunglinu í byrjun júní 1972 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað,…

Fálkar [2] (2001)

Pöbbabandið Fálkar starfaði í nokkra mánuði árið 2001 og spilaði eitthvað á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Bandið, sem að öllum líkindum var dúett, var skipað þeim Antoni Kröyer hljómborðsleikara og Jóhanni Guðmundssyni gítarleikara [?].

Asterix [1] (1975)

Hljómsveitin Asterix var að öllum líkindum skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom þá eitthvað fram á skemmtistaðnum Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari, Ari B. Gústafsson bassaleikari, Kristján Óskarsson orgelleikari og Bryndís Júlíusdóttir söngkona.

G.B. kvartett [2] (um 1970)

Óskað er upplýsinga um hljómsveitina G.B. kvartett sem starfaði í kringum 1970 en Anton Kröyer mun hafa verið einn meðlima hennar, ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana eða hvenær hún starfaði nákvæmlega.

Trió ´72 (1972-93)

Tríó ´72 starfaði í um tvo áratugi undir styrkri stjórn Bjarna Sigurðssonar harmonikkuleikara frá Geysi en það gekk einnig undir nöfnunum Tríó ´87, Tríó ´88 og Tríó ´92 eftir auglýsingum hvers tíma fyrir sig að dæma. Bjarni Sigurðsson stofnaði sveitina 1972 og lék sjálfur á harmonikku og bassa en með honum í byrjun voru Grétar…

Útlagar [4] (1992-)

Kántrísveitin Útlagar hefur verið starfandi (með stuttum hléum) frá árinu 1992. Sveitin var stofnuð upp úr Crystal en sú sveit hafði verið starfandi um árabil. Rauði þráðurinn í Útlögum hafa verið bræðurnir Árni Helgi gítarleikari og Albert trommuleikari Ingasynir en aðrir hafa komið og farið, ýmist hefur sveitin verið tríó eða kvartett en einnig hafa…

Ultra (1996-2003)

Pöbbabandið Ultra starfaði um árabil í kringum síðustu aldamót og lék víða um land. Anton Kröyer hljómborðs- og gítarleikari og Elín Hekla Klemenzdóttir söngkona voru aðalsprautur Ultra en sveitin var ýmist dúó, tríó eða kvartett. Önnur söngkona, Guðbjörg Bjarnadóttir starfaði með þeim einnig lengst af en auk þess komu við sögu gítarleikararnir Samúel Þórarinsson, Sævar…

Öldurót [1] (1972-73)

Öldurót var skammlíf hljómsveit sem spilaði fjölbreytta tónlist á veitingahúsum borgarinnar Sveitin var stofnuð haustið 1972 og þá sem tríó, meðlimir Ölduróts voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Óskar Kristjánsson bassaleikari. Kristinn Valdimarsson orgelleikari bættist í hópinn eftir áramótin og þannig var sveitin skipuð a.m.k. til hausts en þá virðist hún hafa hætt…

Eilífð (1969-70)

Hljómsveitin Eilífð var ekki langlíf, starfaði einungis í fáeina mánuði veturinn 1969-70. Í upphafi voru meðlimir hennar Anton Kröyer gítarleikari, Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hlynur Höskuldsson hljómborðsleikari, Steinar Viktorsson trommuleikari og Herbert Guðmundsson söngvari. Eftir áramótin 1969/70 höfðu Steingrímur B. Gunnarsson trommuleikari og Einar Vilberg gítarleikari leyst þá Steinar og Viktor af. Afrek Eilífðar urðu því…