
Öldurót
Öldurót var skammlíf hljómsveit sem spilaði fjölbreytta tónlist á veitingahúsum borgarinnar
Sveitin var stofnuð haustið 1972 og þá sem tríó, meðlimir Ölduróts voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Óskar Kristjánsson bassaleikari. Kristinn Valdimarsson orgelleikari bættist í hópinn eftir áramótin og þannig var sveitin skipuð a.m.k. til hausts en þá virðist hún hafa hætt störfum.