Carpini (1982)

Hljómsveitin Carpini var ein fjölmargra sveita sem tóku þátt í að setja heimsmet í samfelldu tónleikahaldi haustið 1982 en viðburðurinn var haldinn í Tónabæ á vegum SATT. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og því óskar Glatkistan eftir þeim.

Caroll sextett (1961-63)

Hljómsveitin Caroll / Carol (ýmist nefnd kvintett eða sextett eftir stærð sveitarinnar hverju sinni) starfaði á árunum 1961 til 63 og lék þá bæði á dansleikjum austan fjalls og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð á Selfossi líklega sumarið 1961 upp úr Tónabræðrum og virðist hafa verið nokkuð föst liðsskipan á henni en ýmsir söngvarar komu…

Carpet (1992-99)

Hljómsveitin Carpet úr Mosfellsbæ starfaði á tíunda áratug síðustu aldar, skipuð ungum og efnilegum tónlistarmönnum og reyndi að ná eyrum alþjóðamarkaðarins, sveitin ól af sér nokkra tónlistarmenn sem síðar urðu þekktir. Saga sveitarinn nær allt til ársins 1992 þótt ekki fengi hún endanlegt nafn sitt strax, í fyrstu gekk hún líklega undir nafninu Belle og…

Caron (1975)

Hljómsveitin Caron frá Keflavík starfaði í nokkra mánuði árið 1975 og var nokkuð áberandi á sveitaballamarkaðnum þá um sumarið, var t.d. meðal sveita sem léku við Svartsengi um verslunarmannahelgina. Meðlimir Carons voru Þorsteinn Benediktsson bassaleikari, Sveinn Björgvinsson trommuleikari, Hannes Baldursson gítarleikari og Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra söng.

Carnival breiðbandið (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um litla lúðrasveit sem gekk undir nafninu Carnival breiðbandið, Carnival big band eða jafnvel Karnivalbandið. Sveitin starfaði á Norðurlandi, að öllum líkindum á Dalvík árið 1998 – hugsanlega lengur.

Carnival-bandið (1986-87 / 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan Hornaflokks Kópavogs (Skólahljómsveitar Kópavogs) og gekk undir ýmum nöfnum s.s. Carnival-bandið, Carnivala / Karnivala eða Carnival-band Kópavogs. Sveitin starfði a.m.k. árin 1986 og 87, sem og 1998 en annað liggur ekki fyrir um tilurð þessarar sveitar, hversu stór hún var, hver stjórnaði henni og hversu lengi…

Case (2001-02)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rokksveit sem bar nafnið Case og starfaði laust eftir aldamótin, 2001 og 02 að minnsta kosti. Sveitin kom m.a. fram á tónleikum í Þorlákshöfn og gæti því allt eins hafa verið þaðan.

Casanova (1977)

Lítið liggur fyrir um keflvísku hljómsveitina Casanova en hún starfaði árið 1977 að minnsta kosti og lék þá eitthvað á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins. Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) var söngvari sveitarinnar og líklega lék Ríkharður Mar Jósafatsson á bassa og Guðmundur Hreinsson á gítar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar, og er því hér…

Casablanca [2] (1983-88)

Akureyska hljómsveitin Casablanca var starfrækt meiri hluta níunda áratugarins og var um tíma húshljómsveit á Hótel KEA. Meðlimir sveitarinnar voru framan af Rafn Sveinsson trymbill, Gunnar Tryggvason hljómborðsleikari, Grétar Ingvarsson gítarleikari og Ingvar Grétarsson bassaleikari. Þeir Grétar og Rafn voru líklega þeir einu sem störfuðu alla tíð með sveitinni en aðrir sem komu við sögu…

Casablanca [1] (um 1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Casablanca og starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, hverjir skipuðu þá sveit, hvar og hversu lengi hún starfaði.

Catatonic (1993)

Rokksveitin Catatonic var ein fjölmargra sveita sem komu við sögu á tónleikum í tengslum við óháðu listahátíðina Ólétt ´93, sem haldin var í Reykjavík sumarið 1993. Glatkistan óskar eftir öllum hugsanlegum upplýsingum um þessa sveit.

Afmælisbörn 2. september 2020

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er sjötíu og níu ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað…