Casanova (1977)

Casanova

Lítið liggur fyrir um keflvísku hljómsveitina Casanova en hún starfaði árið 1977 að minnsta kosti og lék þá eitthvað á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins.

Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) var söngvari sveitarinnar og líklega lék Ríkharður Mar Jósafatsson á bassa og Guðmundur Hreinsson á gítar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar, og er því hér með óskað eftir þeim.