Elexír (1999-2003)

engin mynd tiltækHaraldur Anton Skúlason söngvari og slagverksleikari, Darri Örn Hilmarsson trommuleikari, Birgir Már Björnsson bassaleikari og Kristján Páll Leifsson gítarleikari skipuðu Elexír, rokksveit í þyngri kantinum sem átti rætur að rekja til Garðabæjar í kringum aldamótin, stofnuð 1999. Þannig skipuð keppti sveitin í Músíktilraunum árið 2000 og hafnaði þar í þriðja sæti á eftir Snafu og 110 Rottweiler, sem sigruðu það árið. Ennfremur var Darri Örn kjörinn besti trommuleikari tilraunanna.

Árið 2001 sendi sveitin frá sér demóplötu samnefnda sveitinni en hún fékk þokkalega dóma í Morgunblaðinu og á vefsíðunni Harðkjarna.com, þá var sveitin enn skipuð ofangreindum meðlimum.

2003 var Elexír enn starfandi og átti þá lag í kvikmyndinni Ussss en lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðar.