Emmett (1997)

engin mynd tiltækHljómsveitin Emmett starfaði ekki lengi en hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar urðu þekktir í íslensku tónlistarlífi.

Sveitin starfaði 1997 og náði að koma út tveimur lögum á safnplötunni Spírur þá um haustið. Þá var sveitin skipuð þeim Elísabetu Ólafsdóttur söngkonu (Betu rokk), Pétri Heiðari Þórðarsyni gítarleikara, Svavari Pétri Eysteinssyni hljómborð- og gítarleikara (Prins Póló), Sighvati Ómari Kristinssyni bassaleikara (Músíktvatur) og Kristni Gunnari Blöndal trommuleikara (Bob Justman / KGB). Sveitin var líklega hætt störfum um það leyti sem safnplatan kom út.