Bendix [1] (1966-68 / 1971-75)

Bendix 1966

Bendix 1966

Hljómsveitin Bendix úr Hafnarfirði er hvað þekktust fyrir að vera fyrsta sveitin sem Björgvin Halldórsson var í.

Sveitin var stofnuð 1966 af Ágústi Ragnarssyni söngvara, Gunnari Eyþóri Ársælssyni gítarleikara og söngvara (d. 1988), Viðari Sigurðssyni gítarleikara og söngvara (d. 1991), Finnboga Aðalsteinssyni trommuleikara og Pétri Stephensen bassaleikara og söngvara, sveitin var eiginleg skólahljómsveit í Flensborgarskóla.

Meðlimir sveitarinnar voru allir 13 – 14 ára gamlir en Björgvin kom fljótlega inn í stað Ágústs. Steinar Viktorsson tók við trommunum af Finnboga en Sveinn Larsson varð síðar þriðji trymbill sveitarinnar þegar hann kom inn í sveitina í ágúst 1968.

Sveitin starfaði fram í árslok 1968, hún hætti fljótlega eftir að Björgvin gekk til liðs við Flowers.

Bendix var síðan endurreist nokkrum árum síðar (1971) og starfaði fram á vor 1975. Sveitin var þá skipuð þeim Ágústi söngvara sem nú lék einnig á bassa, Gunnari, Steinari og Viðari, Pétur Pétursson mun hafa tekið við af Steinari undir lokin.

1975 gaf sveitin  út tveggja laga plötu sem ekki fór hátt enda var sveitin þá hætt.

Bendix kom síðan saman í nokkur skipti 1986 og 87, þá meðal annars í tengslum við söngskemmtunina Leitin að týndu kynslóðinni, sem haldin var á skemmtistaðnum Hollywood.

Efni á plötum