Endemi (1998)

Endemi

Endemi

Hljómsveitin Endemi úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1998 og skartaði þar tónlistarfólki sem átti síðar eftir að gera garðinn frægan. Meðlimir sveitarinnar voru þau Ólöf Helga Arnaldsdóttir (Ólöf Arnalds) söngkona og gítarleikari, Eiríkur Orri Ólafsson tölvumaður (síðar þekktur trompetleikari), Guðrún Dalía Salómonsdóttir hljómborðsleikari (síðar þekktur píanóleikari) og Andri Snær Guðmundsson bassaleikari.

Sveitin komst alla leið í úrslit en hafði þar ekki erindi sem erfiði.