Else Brems (1910-95)

Else Brems

Else Brems

Danska óperusöngkonan Else Brems kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar. Hún hafði sungið á móti Stefáni Íslandi í Carmen í Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn, þau felldu hugi saman og voru þau um tíma gift. Þau eignuðust saman soninn Eyvind Íslandi sem einnig lagði stund á söng. Ástæðan fyrir skilnaðnum mun hafa verið sú að hún var samkynhneigð, hún kom þó líklega aldrei út úr skápnum.

Else og Stefán störfuðu þó eitthvað saman eftir skilnaðinn og kom hún m.a. til Íslands 1946 þar sem þau sungu hér á tónleikum, þau sungu einnig saman inn á tvær 78 snúnga plötur sem komu út á vegum Fálkans og Hljóðfærahúss Reykjavíkur.

Else Brems lést 1995.

Efni á plötum