Næturþel (1983)

Næturþel var skammlíf sveit sem starfaði í Kópavogi vorið 1983. Meðal meðlima Næturþels voru Kristinn Jón Guðmundsson og Steinn Skaptason en ekki finnast frekari upplýsingar um mannaskipan sveitarinnar eða á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku.

Næturgalarnir frá Venus (1986)

Hljómsveit sem hét því sérstaka nafni Næturgalarnir frá Venus starfaði um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1986. Meðlimir sveitarinnar voru flestir vel þekktir tónlistarmenn, Helgi Björnsson söngvari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og Jakob Smári Magnússon bassaleikari. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði urðu þó þær mannabreytingar að…

Nýja kompaníið (1980-83)

Djassbandið Nýja kompaníið vakti þó nokkra athygli á sínum tíma og þegar sveitin gaf út plötu varð hún fyrst sveita hérlendis til að gefa út plötu sem hafði að geyma frumsamda djasstónlist. Nýja kompaníið var í rauninni stofnað sumarið 1980 í Kaupmannahöfn en þeir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari sem voru…

Nýja bandið [3] (1989-90)

Nýja bandið var starfaði 1989 og 90 og lék á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins, aðallega Ártúni, með áherslu á gömlu dansana. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nýja bandsins en söngkonurnar Kristbjörg Löve og Arna Þorsteinsdóttir skiptust á að syngja með sveitinni. Einnig tróðu harmonikkuleikarar eins og Grettir Björnsson, Örvar Kristjánsson og Jón Sigurðsson stundum upp…

Nýja bandið [2] (1983-84)

Hljómsveitin Nýja bandið starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1983-84. Sveitin lék líklega eingöngu í Eyjum en meðlimir hennar voru Óskar Kjartansson gítarleikari, Einar „Klink“ Sigurfinnsson söngvari, Eðvald Eyjólfsson trommuleikari, Jóhannes Ágúst Stefánsson (Gústi) hljómborðsleikari og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söngvari og bassaleikari.

Nýja kompaníið – Efni á plötum

Nýja kompaníið – Kvölda tekur Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 032 Ár: 1982 1. Kvölda tekur 2. Grátandi kem ég nú, Guð minn til þín 3. Blúsinn hans Jóns míns 4. Stolin stef 5. Nóg fyrir þetta kaup 6. G.O. (tileinkað minningu Gunnars Ormslev) 7. Frýgískt frumlag 8. Dögun Flytjendur: Jóhann G. Jóhannsson – píanó Tómas…

Næturgalar [1] (1967-72)

Erfitt hefur reynst að vinna úr heimildum um hljómsveitina Næturgala, á hvaða tímaskeiði/um hún starfaði, hverjir skipuðu hana og hvort um eina eða fleiri skyldar eða óskyldar hljómsveitir sé um að ræða. Hér hefur umfjöllun um Næturgalana því verið skipt í tvennt út frá huglægu mati Glatkistunnar en frekari ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar,…

Nýtt úr skemmtanalífinu [fjölmiðill] (1959)

Tímaritið Nýtt úr skemmtanalífinu var gefið út haustið 1959 en tvö tölublöð (sem hvort um sig hafði að geyma sextán síður) litu dagsins ljós áður en útgáfu þess var hætt. Það voru þeir Ragnar Tómasson og Ingibjartur V. Jónsson sem stóðu að útgáfu tímaritsins en sá síðarnefndi annaðist ritstjórn þess. Blaðið var eitt hið fyrsta…

Nýrækt (1972)

Litlar sögur fara af hljómsveitinni Nýrækt sem var starfandi sumarið 1972. Sveitin var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina það árið og leiða má því líkum að því að hún hafi verið skipuð meðlimum á táningsaldri. Allar upplýsingar um hljómsveitina Nýrækt eru vel þegnar.

Nýmjólk (1982)

Allar tiltækar upplýsingar um hljómsveitina Nýmjólk væru vel þegnar. Nýmjólk var bílskúrssveit og starfaði á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum árið 1982 en þá er allt upp talið sem vitað er um sveitina.

Næturgalar [3] (1989-2000)

Sönghópurinn Næturgalar var starfræktur á Hvammstanga um árabil. 1999 hafði hópurinn starfað í tíu ár en ekki er ljóst hversu lengi þeir störfuðu eftir það, allavega þó til ársins 2000. Meðlimir Næturgala voru Guðmundur St. Sigurðsson, Karl Sigurgeirsson, Ólafur Jakobsson og Þorbjörn Gíslason.  

Afmælisbörn 19. október 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er áttatíu og sjö ára á þessum degi. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…