Nýtt úr skemmtanalífinu [fjölmiðill] (1959)

engin mynd tiltækTímaritið Nýtt úr skemmtanalífinu var gefið út haustið 1959 en tvö tölublöð (sem hvort um sig hafði að geyma sextán síður) litu dagsins ljós áður en útgáfu þess var hætt.

Það voru þeir Ragnar Tómasson og Ingibjartur V. Jónsson sem stóðu að útgáfu tímaritsins en sá síðarnefndi annaðist ritstjórn þess.

Blaðið var eitt hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem fjallaði eingöngu um tónlist, og var selt á átta krónur.