Icecross [2] (1974-75)

engin mynd tiltækAxel Einarsson hafði starfrækt við þriðja mann hljómsveitina Icecross 1972-73. Ári síðar hafði hin hálf íslenska söngkona Shady Owens (Hljómar, Trúbrot o.fl.) samband við hann til að bjóða honum gítarleikarastarf en hún söng þá með hljómsveitinni Pegasus í Georgiu í Bandaríkjunum, og gítarleikari sveitarinnar hafði hætt.

Axel fór því vestur um haf og byrjaði í sveitinni en þá voru þau orðin þrjú Íslendingarnir í henni, Axel, Shady og gítarleikarinn Clyde Autry sem einnig var hálfur Íslendingur og átti síðar eftir að starfa með sveitum eins og Júdas og Sheriff hér heima. Alls voru meðlimir sveitarinnar sex talsins, hinir þrír Bandaríkjamenn.

Við komu Axels í sveitina og Íslendingavæðingu hennar tók hún upp nafnið Icecross og undir því nafni starfaði sveitum í einhverja mánuði uns samstarfsörðugleikar urðu til að upp úr slitnaði.