The Icelandic all stars (1958)

engin mynd tiltækHljómsveit sem kölluð var The Icelandic all stars var sett saman fyrir eina plötuupptöku árið 1958. Sveitin var því aldrei starfandi en skipuð úrvali hljóðfæraleikara undir stjórn Jóns Sigurðssonar bassaleikara.

Meðlimir The Icelandic all stars voru Finnur Eydal klarinettuleikari, Andrés Ingólfsson tenórsaxófónleikari, Jón Sigurðsson trompetleikari, Guðjón Ingi Sigurðsson trommuleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Jón Sigurðsson kontrabassaleikari.

Platan sem um ræðir hafði að geyma tvö lög sungin af Helenu Eyjólfsdóttur en hún kom út á hinum Norðurlöndunum einnig, það var hugsanlega ástæða þess að kallað var til sérstaks úrvals hljóðfæraleikara en oftar en ekki var slíkur hljóðfæraleikur keyptur erlendis frá.

Efni á plötum