Óþekkt ánægja var í rauninni hljómsveitin Egó í andaslitrunum sumarið 1984.
Bubbi Morthens var þá hættur í sveitinni en aðrir meðlimir þessarar útgáfu voru Rúnar Erlingsson bassaleikari, Gunnar Rafnsson hljómborðsleikari og Bergþór Morthens gítarleikari en Sævar Sverrison söngvari og Bergsteinn Björgúlfsson trymbill bættust í hana þarna á endasprettinum. Þór Freysson gítarleikari mun einnig eitthvað hafa komið við sögu Óþekktrar ánægju.
Óþekkt ánægja starfaði ekki lengi.