Afmælisbörn 29. september 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og eins árs gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Guitarama – gítarhátíð Bjössa Thor í Salnum

Það verður bullandi blús í Salnum Kópavogi kl. 20 á laugardagskvöldið á Guitarama, gítarhátíð Bjössa Thor. Þar verða Friðrik Karlsson, Lay Low, Ingó Geirdal úr Dimmu, Beggi Smári og gestgjafinn Björn Thoroddsen. Erla Stefánsdóttir spilar á bassa og Fúsi Óttars á trommur. Sérstakur heiðursgestur er blúsarinn, leikarinn og skemmtikrafturinn Nick Jameson. Um er að ræða…

Afmælisbörn 28. september 2017

Að þessu sinni eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Benedikt (Árnason) Elfar tenórsöngvari hefði átt afmæli þennan dag. Hann fæddist 1892 á Eyjafjarðarsvæðinu og ólst upp þar en fluttist suður til Reykjavíkur á unglingsárum. Þar nam hann guðfræði og söng en hætti síðar í guðfræðinni til að fara erlendis til frekara söngnáms í Danmörku og…

Afmælisbörn 26. september 2017

Tvö afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…

Afmælisbörn 25. september 2017

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og tveggja ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Ólafur Pétursson (1921-92)

Ólafur Pétursson var kunnur tónlistarmaður fyrir og um miðja síðustu öld, og starfaði þá með ýmsum af þekktustu hljómsveitum landsins. Ólafur var Reykvíkingur og bjó þar alla sína ævi, hann fæddist 1921 og lærði ungur á orgel en síðar urðu harmonikka, saxófónn og klarinetta hljóðfæri hans, harmonikkan var þó alltaf í aðalhlutverki. Fyrstu heimildir um…

Ólafur Stephensen – Efni á plötum

Tríó Ólafs Stephensen – Píanó, bassi og tromma Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 139 Ár: 1994 1. I’m an old cowhand from the Rio Grande 2. Tiny’s blues 3. Exactly like you 4. Ólastef 5. You’re too beautiful 6. Makin’ Whoopie 7. Jólasveinninn kemur í kvöld 8. I hear music 9. I’m thru’ with love 10.…

Ólafur Stephensen (1936-2016)

Ólafur Stephensen var kunnur djasspíanisti sem þó var mun meira áberandi á ýmsum öðrum sviðum, það var í raun ekki fyrr en að lokinni starfsævi sem hann lét til sín taka í tónlistinni en þá starfrækti hann vinsælt djasstríó. Ólafur var Reykvíkingur í húð og hár, fæddur 1936, og kominn af Stephensen ættinni en forfeður…

Ólafur Gaukur Þórhallsson – Efni á plötum

Don Arden [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 107 Ár: 1954 1. Eftirhermur 2. Sleeping Beauty Flytjendur: Don Arden – söngur Rhythmakvartett: – [engar upplýsingar um flytjendur] strengjasveit undir stjórn Ólafs Gauks: – [engar upplýsingar um flytjendur] Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 101 Ár: 1954 1. Indæl…

Ólafur Þ. Jónsson – Efni á plötum

Ólafur Þ. Jónsson – 14 sönglög eftir 14 íslensk tónskáld Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 067 Ár: 1973 1. Augun bláu 2. Fjólan 3. Fallin er frá 4. Sumar 5. Draumur hjarðsveinsins 6. Litla skáld 7. Sprettur 8. Bikarinn 9. Bráðum kemur betri tíð 10. Skammdegisvísa 11. Vorvísa 12. Ef engill ég væri 13. Til…

Ólafur Þ. Jónsson (1936-2012)

Tenórsöngvarinn Ólafur Þ. Jónsson var aldrei áberandi á íslensku söngsviði en hann starfaði mestan part ferils síns í Austurríki og Þýskalandi. Ólafur Þorsteinn Jónsson fæddist 1936 í Reykjavík og hóf að nema söng sautján ára gamall, fyrst hjá Sigurði Skagfield, Kristni Hallssyni og Sigurði Demetz áður en hann hélt til Salzburg og síðan Vínar í…

Ólafur Gaukur Þórhallsson (1930-2011)

Ólafur Gaukur Þórhallsson skipar sér meðal þekktustu tónlistarmanna íslenskrar tónlistarsögu en hann var í fremstu röð í hartnær hálfa öld sem gítarleikari, laga- og textasmiður, útsetjari, hljómsveitastjóri, gítarkennari og jafnvel útgefandi. Hann starfaði með ótal tónlistarfólki og kemur við sögu á hundruð platna. Ólafur Gaukur (fæddur 1930) byrjaði að fikta við gítar á táningsaldri og…

Ólafur Briem – Efni á plötum

Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 101 Ár: 1954 1. Yndæl er æskutíð 2. Íslenzkt ástarljóð Flytjendur: Adda Örnólfs – söngur Ólafur Briem söngur Tríó Ólafs Gauks: – Ólafur Gaukur Þórhallsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar…

Ólafur Briem (1933-2006)

Ólafur Briem var kunnur dægurlagasöngvari um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en kaus að feta aðrar leiðir svo söngferill hans varð í styttra lagi. Eggert Ólafur Ólafsson Briem (f. 1933) var tvítugur þegar hann hóf að koma fram ásamt fleiri ungum og efnilegum söngvurum sumarið 1953 í Vetrargarðinum í Vatnsmýrartívolíinu. Fljótlega upp úr því kom…

Ólafur ósýnilegi (1981-82)

Hljómsveit sem bar heitið Ólafur ósýnilegi lék á tónleikum vorið 1982 ásamt annarri sveit. Haustið áður (1981) hafði komið fyrir í fjölmiðlum nafnið Tríó Óla ósýnilega en ekki liggur fyrir hvort um sömu sveit er að ræða. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær eru alltént vel þegnar. Þess má geta…

Ólafur Magnússon frá Mosfelli – Efni á plötum

Ólafur Magnússon frá Mosfelli – Ég lít á anda liðna tíð Útgefandi: Örn & Örlygur Útgáfunúmer: ÖÖ-6 Ár: 1985 1. Suðurnesjamenn 2. Kom ég upp í Kvíslarskarð: þjóðvísa 3.Horfinn dagur 4. Nótt 5. Í dalnum 6. Þei, þei og ró, ró 7. Ég lít í anda liðna tíð 8. Vorvindur 9. Ásareiðin 10. Plágan (úr…

Ólafur Magnússon frá Mosfelli (1910-91)

Ólafur Magnússon var kunnur söngvari ættaður úr Mosfellsdalnum en hann var orðinn sjötíu og fimm ára gamall þegar hann gaf loks út plötu. Ólafur fæddist á nýársdag 1910 að Mosfelli í Mosfellsdal, ólst þar upp og kenndi sig ávallt við þann stað. Hann var menntaður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri en nam söng hjá Sigurði…

Afmælisbörn 24. september 2017

Afmælisbörnin eru fjögur í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er sjötíu og sjö ára í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og…

Afmælisbörn 23. september 2017

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Afmælisbörn 22. september 2017

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og þriggja ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Afmælisbörn 21. september 2017

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Atli Heimir Sveinsson tónskáld er sjötíu og níu ára gamall í dag. Atli Heimir nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan tónfræði- og tónsmíðanám í Þýskalandi á árunum í kringum 1960. Hann kom heim að loknu námi og kenndi m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík og…

Afmælisbörn 20. september 2017

Í dag koma tvö afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og eins árs gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Afmælisbörn 19. september 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík er sextíu og fimm ára gamall en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast talda var…

Afmælisbörn 18. september 2017

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu á skrá Glatkistunnar: Þórarinn Jónsson tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann lést þjóðhátíðarárið 1974, hann er yfirleitt talinn með fyrstu íslensku tónskáldunum. Þórarinn fæddist árið 1900 í Mjóafirði, hann var farinn að gera tilraunir með að semja tónlist barn að aldri en lærði á orgel…

Afmælisbörn 17. september 2017

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru tvö í þetta skiptið, bæði eru látin: Guðmundur Thoroddsen (1952-96) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn meðlima hljómsveitarinnar Diabolus in musica, sem gaf út tvær plötur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þar lék Guðmundur á hin ýmsu hljóðfæri svo sem píanó, harmonikku, slagverkshljóðfæri og klarinettu auk…

Afmælisbörn 16. september 2017

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson er sjötíu og sjö ára í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar Íslendinga. Ómar hefur sungið á…

Óðinn Valdimarsson – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir og Óðinn Valdimarsson [ásamt Atlantic kvartettnum] [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-1000 Ár: 1958 1. Manstu ekki vina 2. Ó nei 3. Enn á ný 4. Ég á mér draum Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Óðinn Valdimarsson – söngur Atlantic kvartettinn: – Ingimar Eydal – harmonikka, píanó og raddir – Finnur Eydal –…

Óðinn Valdimarsson (1937-2001)

Nafn Óðins Valdimarssonar hefur á allra síðustu árum tengst laginu Er völlur grær (Ég er kominn heim) en þessi magnaði söngvari söng mun fleiri lög sem náðu miklum vinsældum og segja má að flest það sem hann kom nálægt á yngri árum hafi orðið sígilt og heyrist reglulega á öldum ljósvakans. Ævi Óðins var hins…

Ó.M. kvartettinn (1961-62)

Hljómsveitin Ó.M. kvartettinn (reyndar ýmist nefndur kvartett eða kvintett) starfaði um tveggja ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Sveitin var danshljómsveit í anda þess tíma og var Oddrún Kristófersdóttir söngkona frá stofnun sumarið 1961 en Agnes Ingvarsdóttir tók síðan við hennar hlutverki í ársbyrjun 1962. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Ólafur Már…

Ó.B. kvintettinn (1965)

Ó.B. kvintettinn var skammlíf sveit, starfandi um miðjan sjöunda áratug tuttugustu aldar. Ólafur Benediktsson stofnaði og starfrækti þessa sveit 1965. Janis Carol var söngkona hennar en hún var einmitt kærasta Ólafs. Þorkell Snævar Árnason var gítarleikari í þessari sveit en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina eða hversu lengi hún starfaði.

Óðmenn – Efni á plötum

Óðmenn [ep] Útgefandi: Óðmenn Útgáfunúmer: ODEP 001 Ár: 1967 1. Tonight is the end 2. Íslenzkt sumarkvöld 3. Í nótt sem leið 4. Án þín Flytjendur: Jóhann G. Jóhannsson – bassi og söngur Pétur Östlund – trommur Eiríkur Jóhannsson – gítar Valur Emilsson – gítar Rúnar Georgsson – saxófónn Magnús Kjartansson – trompet Óðmenn –…

Óðmenn (1966-68 / 1969-70)

Óðmenn voru í raun tvær hljómsveitir þó að hér sé fjallað um hana sem eina, Jóhann G. Jóhannsson myndaði þær báðar en þær voru að öðru leyti alls óskyldar, bæði meðlima- og tónlistarlega séð. Síðari útgáfa hennar var að mörgu leyti frumkvöðlasveit í margs konar skilningi og starfaði að flestra mati í allt of skamman…

Óðinn G. Þórarinsson – Efni á plötum

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Við tónanna klið: Lög Óðins G. Þórarinssonar Útgefandi: Japis Útgáfunúmer: JAP9753-2 Ár: 1997 1. Síðasti dansinn 2. Afmæliskveðjan 3. Kominn heim 4. Heillandi vor 5. Dagbók sjómannsins 6. Inga Stína 7. Þá og nú 8. Við mættumst til að kveðja 9. Nú liggur vel á mér 10. Haust fyrir austan 11.…

Óðinn G. Þórarinsson (1932-)

Nafn Óðins G. Þórarssonar tónskálds og harmonikkuleikara er ekki það þekktasta í íslenskri tónlist en hann hefur samið fjöldann allan af lögum sem eru þekkt, þekktast þeirra allra er þó vafalaust lagið Nú liggur vel á mér. Óðinn Gunnar Þórarinsson fæddist 1932 austur á Fáskrúðsfirði en flutti þrettán ára gamall með fjölskyldu sinni til Akraness…

Ólafía (1972)

Hljómsveit var starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1972 undir nafninu Ólafía. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar sem og um aðra sveit sem hugsanlega var starfandi um svipað leyti eða örlítið fyrr undir sama nafni, á Húsavík.

Ógleði (1982)

Heimild segir að árið 1982 hafi verið starfandi pönksveit sem hét Ógleði. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit en Jón Gnarr hefur sagt frá því blaðaviðtali að hann hafi verið í hljómsveit með þessu sama nafni. Að öllum líkindum er um sömu sveit að ræða og nánari upplýsingar um þessa sveit óskast…

Ófétin – Efni á plötum

Ófétin – Þessi ófétis jazz! Útgefandi: Jazzvakning Útgáfunúmer: JV 005 Ár: 1985 1. Gustur 2. Þessi ófétis jazz 3. Vor hinsti dagur er hniginn 4. Suss 5. Stríðsdans 6. Managua 7. Eina sölsu með öllu Flytjendur: Eyþór Gunnarsson – hljómborð Tómas R. Einarsson – bassi Gunnlaugur Briem – trommur og ásláttur Rúnar Georgsson – saxófónn…

Ófétin (1985-86)

Djasssveitin Ófétin var sett á laggirnar í tilefni af tíu ára afmæli Jazzvakningar sumarið 1985 og lék sveitin á afmælishátíð tengdri henni, og eitthvað áfram fram á mitt sumarið 1986. Af sama tilefni var gefin út plata með sveitinni en hún bar titilinn Þessi ófétis jazz! sem var bein skírskotun í leikrit Halldórs Laxness, Straumrof.…

Afmælisbörn 14. september 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Afmælisbörn 13. september 2017

Tvö afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er fimmtíu og fimm ára. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið styrkti hún stöðu sína…

Afmælisbörn 12. september 2017

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er þrjátíu og átta ára gamall. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið. Hann hefur…

Gítartónleikar Bjössa Thor í Salnum 30. september

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen efnir til sannkallaðar gítarveislu í Salnum í Kópavogi 30. september næstkomandi en í haust eru 10 ár liðin frá því að Björn hélt fyrstu gítarhátíðina undir nafninu Guitarama. Síðan þá hefur hann stjórnað gítarhátíðum víða um lönd og spilað með mörgum þekktustu gítarleikunum samtímans. Á tónleikunum í Salnum verða íslenskir gítarleikarar í…

Afmælisbörn 11. september 2017

Glatkistan hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn á þessum degi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðinugr er sjötíu og þriggja ára gömul í dag. Ásthildur starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún um tíma með hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) og…

Afmælisbörn 10. september 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú á þessum degi: Gerður (Guðmundsdóttir) Bjarklind er sjötíu og fimm ára gömul í dag. Gerður kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu haustið 1961, starfaði fyrst á auglýsingadeildinni eða til ársins 1974 en einnig sem útvarpsþulur og dagskrárgerðarkona, hún stýrði til að mynda þáttunum Lögum unga fólksins og Óskastundinni, en hún kom einnig…

Afmælisbörn 9. september 2017

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari er fimmtíu og sex ára gamall. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór hefur einnig…

Afmælisbörn 8. september 2017

Fimm afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem á fimmtíu og fimm ára afmæli, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út nokkrar sólóplötur…

Afmælisbörn 7. september 2017

Að þessu sinni eru afmælisbörnin fjögur talsins: Heiðar Örn Kristjánsson er fjörutíu og þriggja ára. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu Silt, hann var…

Þögnin [2] (1969)

Hljómsveitin Þögnin starfaði í Vestmannaeyjum 1969 og líklega lengur, og var skipuð ungum meðlimum á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Meðlimir Þagnarinnar voru Sigurjón Ingi Ingólfsson gítarleikari, Einar Hallgrímsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Jóhann Olgeirsson hljómborðsleikari, Valþór Sigþórsson trommuleikari og Kristinn (Diddi) Jónsson bassaleikari. Sól sveitarinnar mun hafa risið hvað hæst þegar hún var meðal…