Guitarama – gítarhátíð Bjössa Thor í Salnum

Það verður bullandi blús í Salnum Kópavogi kl. 20 á laugardagskvöldið á Guitarama, gítarhátíð Bjössa Thor. Þar verða Friðrik Karlsson, Lay Low, Ingó Geirdal úr Dimmu, Beggi Smári og gestgjafinn Björn Thoroddsen. Erla Stefánsdóttir spilar á bassa og Fúsi Óttars á trommur. Sérstakur heiðursgestur er blúsarinn, leikarinn og skemmtikrafturinn Nick Jameson.

Um er að ræða tónleika á heimsmælikvarða þar sem gítarleikararnir spila með hljómsveit hússins, hver sinn stíl; rokk, blús, jazz, kántrý og allt þar á milli.

Miðasala: http://www.salurinn.is/