Ólafur Pétursson (1921-92)

Ólafur Pétursson var kunnur tónlistarmaður fyrir og um miðja síðustu öld, og starfaði þá með ýmsum af þekktustu hljómsveitum landsins. Ólafur var Reykvíkingur og bjó þar alla sína ævi, hann fæddist 1921 og lærði ungur á orgel en síðar urðu harmonikka, saxófónn og klarinetta hljóðfæri hans, harmonikkan var þó alltaf í aðalhlutverki. Fyrstu heimildir um…

Ólafur Stephensen – Efni á plötum

Tríó Ólafs Stephensen – Píanó, bassi og tromma Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 139 Ár: 1994 1. I’m an old cowhand from the Rio Grande 2. Tiny’s blues 3. Exactly like you 4. Ólastef 5. You’re too beautiful 6. Makin’ Whoopie 7. Jólasveinninn kemur í kvöld 8. I hear music 9. I’m thru’ with love 10.…

Ólafur Stephensen (1936-2016)

Ólafur Stephensen var kunnur djasspíanisti sem þó var mun meira áberandi á ýmsum öðrum sviðum, það var í raun ekki fyrr en að lokinni starfsævi sem hann lét til sín taka í tónlistinni en þá starfrækti hann vinsælt djasstríó. Ólafur var Reykvíkingur í húð og hár, fæddur 1936, og kominn af Stephensen ættinni en forfeður…

Ólafur Gaukur Þórhallsson – Efni á plötum

Don Arden [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 107 Ár: 1954 1. Eftirhermur 2. Sleeping Beauty Flytjendur: Don Arden – söngur Rhythmakvartett: – [engar upplýsingar um flytjendur] strengjasveit undir stjórn Ólafs Gauks: – [engar upplýsingar um flytjendur] Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 101 Ár: 1954 1. Indæl…

Ólafur Þ. Jónsson – Efni á plötum

Ólafur Þ. Jónsson – 14 sönglög eftir 14 íslensk tónskáld Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 067 Ár: 1973 1. Augun bláu 2. Fjólan 3. Fallin er frá 4. Sumar 5. Draumur hjarðsveinsins 6. Litla skáld 7. Sprettur 8. Bikarinn 9. Bráðum kemur betri tíð 10. Skammdegisvísa 11. Vorvísa 12. Ef engill ég væri 13. Til…

Ólafur Þ. Jónsson (1936-2012)

Tenórsöngvarinn Ólafur Þ. Jónsson var aldrei áberandi á íslensku söngsviði en hann starfaði mestan part ferils síns í Austurríki og Þýskalandi. Ólafur Þorsteinn Jónsson fæddist 1936 í Reykjavík og hóf að nema söng sautján ára gamall, fyrst hjá Sigurði Skagfield, Kristni Hallssyni og Sigurði Demetz áður en hann hélt til Salzburg og síðan Vínar í…

Ólafur Gaukur Þórhallsson (1930-2011)

Ólafur Gaukur Þórhallsson skipar sér meðal þekktustu tónlistarmanna íslenskrar tónlistarsögu en hann var í fremstu röð í hartnær hálfa öld sem gítarleikari, laga- og textasmiður, útsetjari, hljómsveitastjóri, gítarkennari og jafnvel útgefandi. Hann starfaði með ótal tónlistarfólki og kemur við sögu á hundruð platna. Ólafur Gaukur (fæddur 1930) byrjaði að fikta við gítar á táningsaldri og…

Ólafur Briem – Efni á plötum

Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 101 Ár: 1954 1. Yndæl er æskutíð 2. Íslenzkt ástarljóð Flytjendur: Adda Örnólfs – söngur Ólafur Briem söngur Tríó Ólafs Gauks: – Ólafur Gaukur Þórhallsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar…

Ólafur Briem (1933-2006)

Ólafur Briem var kunnur dægurlagasöngvari um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en kaus að feta aðrar leiðir svo söngferill hans varð í styttra lagi. Eggert Ólafur Ólafsson Briem (f. 1933) var tvítugur þegar hann hóf að koma fram ásamt fleiri ungum og efnilegum söngvurum sumarið 1953 í Vetrargarðinum í Vatnsmýrartívolíinu. Fljótlega upp úr því kom…

Ólafur ósýnilegi (1981-82)

Hljómsveit sem bar heitið Ólafur ósýnilegi lék á tónleikum vorið 1982 ásamt annarri sveit. Haustið áður (1981) hafði komið fyrir í fjölmiðlum nafnið Tríó Óla ósýnilega en ekki liggur fyrir hvort um sömu sveit er að ræða. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær eru alltént vel þegnar. Þess má geta…

Ólafur Magnússon frá Mosfelli – Efni á plötum

Ólafur Magnússon frá Mosfelli – Ég lít á anda liðna tíð Útgefandi: Örn & Örlygur Útgáfunúmer: ÖÖ-6 Ár: 1985 1. Suðurnesjamenn 2. Kom ég upp í Kvíslarskarð: þjóðvísa 3.Horfinn dagur 4. Nótt 5. Í dalnum 6. Þei, þei og ró, ró 7. Ég lít í anda liðna tíð 8. Vorvindur 9. Ásareiðin 10. Plágan (úr…

Ólafur Magnússon frá Mosfelli (1910-91)

Ólafur Magnússon var kunnur söngvari ættaður úr Mosfellsdalnum en hann var orðinn sjötíu og fimm ára gamall þegar hann gaf loks út plötu. Ólafur fæddist á nýársdag 1910 að Mosfelli í Mosfellsdal, ólst þar upp og kenndi sig ávallt við þann stað. Hann var menntaður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri en nam söng hjá Sigurði…

Afmælisbörn 24. september 2017

Afmælisbörnin eru fjögur í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er sjötíu og sjö ára í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og…