Ó.M. kvartettinn (1961-62)

Ó.M. kvintett og Oddrún 1961

Hljómsveitin Ó.M. kvartettinn (reyndar ýmist nefndur kvartett eða kvintett) starfaði um tveggja ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins.

Sveitin var danshljómsveit í anda þess tíma og var Oddrún Kristófersdóttir söngkona frá stofnun sumarið 1961 en Agnes Ingvarsdóttir tók síðan við hennar hlutverki í ársbyrjun 1962. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Ólafur Már Ásgeirsson (Ó.M.), Gunnar Bernburg trompetleikari, Baldur Arngrímsson gítarleikari, Guðmar Marelsson trommuleikari, Leó Jónsson píanóleikari og Erik Petersen gítarleikari.