Ófétin (1985-86)

Ófétin

Djasssveitin Ófétin var sett á laggirnar í tilefni af tíu ára afmæli Jazzvakningar sumarið 1985 og lék sveitin á afmælishátíð tengdri henni, og eitthvað áfram fram á mitt sumarið 1986. Af sama tilefni var gefin út plata með sveitinni en hún bar titilinn Þessi ófétis jazz! sem var bein skírskotun í leikrit Halldórs Laxness, Straumrof. Platan var hljóðrituð í Stúdíó Stemmu Sigurðar Rúnars Jónssonar og fékk hún ágæta dóma í Þjóðviljanum.

Ófétin voru Mezzoforte-liðarnir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðik Karlsson gítarleikari og Gunnlaugur Briem slagverksleikari, og bassaleikarinn Tómas R. Einarsson en einnig lék Rúnar Georgsson saxófónleikari sem eins konar heiðursóféti með sveitinni, sem og á plötunni.

Sveitin starfaði fram á sumarið 1986 sem fyrr segir og kom sveitin fram í nokkur skipti, stundum með gestaleikara með sér s.s. Þorleif Gíslason saxófónleikara og Árna Scheving víbrafónleikara.

Efni á plötum