Þögnin [2] (1969)

Þögnin frá Vestmannaeyjum

Hljómsveitin Þögnin starfaði í Vestmannaeyjum 1969 og líklega lengur, og var skipuð ungum meðlimum á aldrinum þrettán til fimmtán ára.

Meðlimir Þagnarinnar voru Sigurjón Ingi Ingólfsson gítarleikari, Einar Hallgrímsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Jóhann Olgeirsson hljómborðsleikari, Valþór Sigþórsson trommuleikari og Kristinn (Diddi) Jónsson bassaleikari.

Sól sveitarinnar mun hafa risið hvað hæst þegar hún var meðal hljómsveita sem komu fram á þjóðhátíð Vestmannaeyinga sumarið 1969.