Brim

Brim
Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Jónas Friðrik Guðnason)

Enginn man lengur annað en hvað,
árin sem liðu sér flýttu af stað.
Og brosin sem gleymast, þau gleymast svo fljótt
um götur og torg læðist þögnin í myrkri og nótt.

Stundum í þögninni þó heyrist hvíslað
um þetta sem var.
Stundum þú manst þetta næstum
en manst ekki hvar.

Ástin er fuglinn sem flýgur í burtu
og ferðast um ókunnug lönd.
Og hamingjan einungis bjánaleg blekking
eða brimgnýr við fjarlæga strönd.

Enginn veit lengur hvað átti sér stað
um ástin var hjalað, en hvað er nú það.
Nei best að það gleymist og gleymist þá fljótt.
Við glugga og dyr bíður þögnin í myrkri og nótt.

[á plötunni Björgvin Halldórsosn – Eftirlýstur]