Bein

Bein
(Lag / texti: Sálin / Stefán Hilmarsson)

Fyrir utan gluggann er gerið og það færist nær og nær,
tíuhundruð höfuð og algjörlega óteljandi tær.
Þig dreymir á daginn en vakir fram á nótt,
hendurnar þær hamast unz allt er orðið hljótt.
Spegilinn er brotinn og spádómarnir allir fyrir bí.

Já, allt er enn í sömu slóð,
þú hendist upp svo heit og rjóð
og æpir töfraorðið:

viðlag
Bein! Bara í kvöld,
verð að fá að finna
bein! Bara í kvöld,
verð að ná að ginna.

Bíverurnar hinar þær hafa allar miklu meir’ en nóg,
að sama skapi færa þér færin ekki bein úr sama sjó.
Og nagli á veggnum er eini vinur þinn,
þú bíður bara og vonar að einhver líti inn.
Svo ef ekkert hendir er handavinna þrautalendingin.

„Já, hörmulegt er hundalíf“
– Þú stendur upp öll stirð og stíf
og æpir töfraorðið:

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Þessi þungu högg]