Gítartónleikar Bjössa Thor í Salnum 30. september

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen efnir til sannkallaðar gítarveislu í Salnum í Kópavogi 30. september næstkomandi en í haust eru 10 ár liðin frá því að Björn hélt fyrstu gítarhátíðina undir nafninu Guitarama. Síðan þá hefur hann stjórnað gítarhátíðum víða um lönd og spilað með mörgum þekktustu gítarleikunum samtímans.

Á tónleikunum í Salnum verða íslenskir gítarleikarar í fremstu röð; Friðrik Karlsson, Lay Low, Ingó Geirdal úr Dimmu, Beggi Smári og gestgjafinn Björn Thoroddsen. Erla Stefánsdóttir spilar á bassa og Fúsi Óttars á trommur.

Um er að ræða tónleika á heimsmælikvarða þar sem gítarleikararnir spila með hljómsveit hússins allar tegundir gítartónlistar, hver sinn stíl; rokk, blús, jazz, kántrý og allt þar á milli.

Miðasala: http://www.salurinn.is/midasala-og-dagskra/vidburdir-framundan/nr/692