Classic (1966-67)

Hljómsveitin Classic var stofnuð upp úr annarri sveit sem bar heitið Alto, og starfaði hún 1966 og 67. Meðlimir Classic voru Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Guðmundur Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Gunnar Hübner trommuleikari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Einnig mun hafa verið annar gítarleikari í sveitinni en upplýsingar vantar um nafn hans. Classic starfaði…

Alto [2] (1965-66)

Hljómsveitin Alto var starfandi í Kennaraskólanum árin 1965 og 66, í fyrstu sem skólahljómsveit. Meðlimir sveitarinnar voru Gísli Baldvinsson trommuleikari, Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Hermann Brynjólfsson bassaleikari, Hörður Friðþjófsson gítarleikari, Hallur Páll Jónsson gítarleikari og Þóra Grímsdóttir söngkona. Einnig gætu hafa komið við sögu söngvararnir Baldvin [?] og Anna Fugaro. Sveitin varð fremur…

Ósómi (1982)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Ósóma enda mun hún hafa verið skammlíf sveit og e.t.v. ekki spilað opinberlega utan þess er hún kom fram á Risarokk tónleikunum sem haldnir voru í Laugardalshöllinni haustið 1982. Ósómi hafði að geyma meðlimi úr pönksveitunum Q4U og Sjálfsfróun en sveitirnar tvær höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk…

Óskastundin [safnplöturöð] (2002-05)

Fjórar plötur komu út í safnplötuseríunni Óskastundinni sem út kom á árunum 2002-05. Það var Gerður G. Bjarklind rödd Ríkisútvarpsins sem hafði með val laganna að gera en hver platanna hafði að geyma ákveðið þema. Óskastundin kom út á vegum Íslenskra tóna. Efni á plötum

Óskar Norðmann – Efni á plötum

Óskar Norðmann [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1039 Ár: 1930 1. Bergljót 2. Þú ein Flytjendur: Óskar Norðmann – söngur Emil Thoroddsen [?] – píanó Sigurður Markan, Hreinn Pálsson og Óskar Norðmann [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DIX 502 Ár: 1930 1. Sverrir konungur 2. Sólseturljóð Flytjendur: Sigurður Markan – söngur Franz…

Óskar Norðmann (1902-71)

Óskar Norðmann (Jónsson) var fyrst og fremst þekktur stórkaupmaður en hann var einnig söngvari og var nokkuð áberandi í sönglífi Reykvíkinga á þriðja áratug síðustu aldar. Óskar fæddist 1902, þótti efnilegur íþróttamaður og lék m.a. knattspyrnu með Víkingi, hann varð síðar m.a.s. formaður félagsins. Hann þótti góður söngvari og þegar hann gekk til liðs við…

Óskar Ingólfsson – Efni á plötum

Íslensk kammer og einleiksverk: Chamber and solo music from Iceland – ýmsir Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-5-06 Ár: 1987 1. Æfingar fyrir píanó: Sjónhverfing / Slæða / Náttúran / Keisarinn / Páfinn / Krossgötur / Lína / Línudans / Níu / Lukkuhjólið / Ljónatemjan / Sönn ást / Dauði sjónhverfingamannsins / Engillinn / Rökhyggjan /…

Óskar Ingólfsson (1954-2009)

Óskar Ingólfsson var kunnur klarinettuleikari og tónlistarkennari en kom einnig að ýmsum öðrum verkefnum og trúnaðarstörfum innan tónlistarhreyfingarinnar. Óskar fæddist í Reykjavík 1954, lærði á klarinettu hér heima, fyrst hjá Vilhjálmi Guðjónssyni og síðan Gunnari Egilson en hélt síðar til framhaldsnáms í Royal college of music í London, hann lauk þar prófi 1978. Þegar hann…

Óskar Halldórsson – Efni á plötum

Óskar Halldórsson – Les íslenzk ljóð Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 123 Ár: 1979 1. Heimurinn og ég 2. Vor 3. Úr Rubajjat 4. Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu 5. Næturróður 6. Fylgd 7. Hrjóstursins ást 8. Ef til vill 9. Kveld 10. Sigling 11. Í kirkjugarði 12. Söknuður 13. Kóperníkus 14. Gamall þulur 15. Huldur…

Óskar Halldórsson (1921-83)

Fræðimaðurinn Óskar Halldórsson var auðvitað ekki tónlistarmaður en upplestur hans á ljóðum var þekktur og var hann tíður og vinsæll gestur í dagskrá Ríkisútvarpsins á sínum tíma í því samhengi. Óskar var fæddur 1921 í Hjaltastaðaþinghá, fluttist suður til Reykjavíkur og lauk kennara- og stúdentsprófi, varð í framhaldinu cand. mag. í íslenskum fræðum við Háskóla…

Óskar Guðmundsson (1929-2013)

Óskar Guðmundsson var mikils metinn hljómsveitarstjóri á Selfossi en þaðan starfrækti hann vinsæla hljómsveit um árabil. Óskar var frá Blesastöðum á Skeiðum, fæddur 1929, og flutti ungur til Selfoss þar sem hann nam járnsmíði og starfaði við iðn sína. Hann hafði tónlistina í sér og þrátt fyrir að hann nyti ekki tónlistarlegrar menntunar lék hann…

Ósmenn (1967-72)

Hljómsveitin Ósmenn starfaði á Blönduósi um 1970, þetta var ballsveit sem lék einkum í Húnaþingi og var m.a. fastur gestur á Húnavöku, en fór stundum út fyrir heimabyggðina og lék t.a.m. í einhver skipti um verslunarmannahelgar í Vaglaskógi. Ósmenn voru stofnaðir vorið 1967 og störfuðu þá fyrst aðeins yfir sumarið en fóru þá í pásu.…

Óskýrt (1993)

Svo virðist sem rokksveit að nafni Óskýrt (jafnvel Óskírt) hafi starfað sumarið 1993. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Óskastundin [safnplöturöð] – Efni á plötum

Óskastundin – ýmsir Útgefandi: Íslenskir tónar Útgáfunúmer: IT 079 Ár: 2002 1. María Markan – Lýs, milda ljós 2. Stefán Íslandi – Kirkjuhvoll 3. Einar Kristjánsson – Hamraborgin 4. Þuríður Pálsdóttir – Sofðu unga ástin mín 5. Elsa Sigfúss – Rósin 6. Guðrún Á. Símonar – Svanasöngur á heiði 7. Guðmundur Jónsson og Stefán Íslandi…

Afmælisbörn 24. október 2017

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…