Alto [2] (1965-66)

Hljómsveitin Alto var starfandi í Kennaraskólanum árin 1965 og 66, í fyrstu sem skólahljómsveit.

Meðlimir sveitarinnar voru Gísli Baldvinsson trommuleikari, Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Hermann [?] bassaleikari, Hörður Friðþjófsson gítarleikari, Hallur Páll Jónsson gítarleikari og Þóra Grímsdóttir söngkona. Einnig gætu hafa komið við sögu söngvararnir Baldvin [?] og Anna Fugaro.

Sveitin varð fremur skammlíf undir þessu nafni en birtist ári síðar undir nafninu Classic, eftir nokkrar mannabreytingar.