Alto [2] (1965-66)

Alto árið 1965

Hljómsveitin Alto var starfandi í Kennaraskólanum árin 1965 og 66, í fyrstu sem skólahljómsveit.

Meðlimir sveitarinnar voru Gísli Baldvinsson trommuleikari, Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Hermann Brynjólfsson bassaleikari, Hörður Friðþjófsson gítarleikari, Hallur Páll Jónsson gítarleikari og Þóra Grímsdóttir söngkona. Einnig gætu hafa komið við sögu söngvararnir Baldvin [?] og Anna Fugaro.

Sveitin varð fremur skammlíf undir þessu nafni en birtist ári síðar undir nafninu Classic, eftir nokkrar mannabreytingar.