Afmælisbörn 30. nóvember 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og þriggja ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Terso (1967-68)

Hljómsveit sem bar heitið Terso var starfandi í Austurbæjarskóla, að öllum líkindum 1967 og 68. Meðlimir þessarar sveitar, sem eðli málsins samkvæmt voru ungir að árum, voru Gunnar Hermannsson bassaleikari, Þorvaldur Ragnarsson gítarleikari [?], Júlíus Agnarsson gítarleikari [?] og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sagan segir að Ásgeir hafi í fyrstu ekki fengið inngöngu í sveitina þar…

Teppið hennar tengdamömmu (um 1990)

Teppið hennar tengdamömmu var eins konar angi af Dúkkulísunum sem starfað hafði nokkrum árum fyrr, reyndar er ekki alveg ljóst hvenær sveitin starfaði en það hefur væntanlega verið á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða fyrri hluta þess tíunda. Teppið hennar tengdamömmu skipuðu þær Harpa Þórðardóttir hljómborðsleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari og Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari,…

Tennurnar hans afa – Efni á plötum

Tennurnar hans afa – Dömur mínar og herrar, látið eins og heima hjá ykkur [snælda] Útgefandi: Spé B.B. / T.h.a. Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1991 1. Amma 2. Haraldur fór til Vestmannaeyja 3. Halli 4. Sólmundur síglaði 5. Lenni leiðinlegi 6. Mói stálhjarta 7. Gwarligg 8. Gefð‘ enni magnyl 9. Landinn 10. Sívert Pervertsen Flytjendur:…

Tennurnar hans afa (1988-95)

Tennurnar hans afa (T.H.A.) vöktu nokkra athygli á sínum tíma með tveimur lögum, sveitin gaf út snældu sem er að öllum líkindum fyrsta rappplatan (-snældan) hérlendis. Tennurnar hans afa var ekki eiginleg starfandi sveit heldur fremur samstarf þriggja félaga en þeir voru þó aldrei nema tveir í senn. Sögu þeirra má rekja aftur til vorsins…

Textar (1965-66)

Hljómsveitin Textar var ein af mörgum bítlasveitum sem voru starfandi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Varla hefði sveitin fengið þá athygli sem hún hlaut nema fyrir það að trommuleikari hennar var stúlka, Halldóra Halldórsdóttir. Og reyndar var það auglýst sérstaklega þegar sveitin kom fram. Aðrir meðlimir Texta voru Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Benedikt Torfason [söngvari…

Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett og voru meðlimir hans Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Kjartan Þórisson trommuleikari, Valgeir [?] söngvari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Um tíma lék Bandaríkjamaðurinn Denis Miller gítarleikari með sveitinni.

Texas tríóið (1980-81)

Kántrísveitin Texas tríóið var undanfari Hálfs í hvoru sem stofnuð var 1981 en Texas tríóið hafði þá starfað í um ár. Meðlimir Texas tríósins voru Eyjólfur Kristjánsson gítarleikari, Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari og Ingi Gunnar Jóhannsson gítarleikari, þeir félagarnir sungu allir. Aðal hlutverk Texas tríósins og starfsvettvangur var að leika kántrítónlist í stiga á skemmtistaðnum Óðali…

Texas Jesús – Efni á plötum

Texas Jesús – Nammsla tjammsla [snælda] Útgefandi: Texas Jesús Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Bubba bakarí 2. Ástardúettinn 3. Já, elskan 4. Skógarhöggslagið 5. Picking flowers 6. Erla og Linda 7. She sleeps alone 8. There was a frog 9. Tiny girl 10. NL 11. Ghost riders (in the sky) 12. Jones 13. Dýrin…

Texas Jesús (1993-96 / 2008-)

Hljómsveitin Texas Jesús vakti nokkra athygli á síðasta áratug 20. aldarinnar fyrir frumlegheit og skemmtilega sviðsframkomu. Sveitin sem starfaði í Keflavík hófst sem samstarf Sigurðar Óla Pálmasonar og Sverris Ásmundssonar og segir sagan að dúettinn hafi í fyrst gengið undir nafninu Ástardúettinn Siggi og Sverrir. Smám saman bættist í hópinn og vorið 1993 hlaut hann…

Tetriz [tónlistartengdur staður] (1996-97)

Tetriz var skemmtistaður staðsettur í Fischer-sundi í miðbæ Reykjavíkur en Duus hús hafði þá meðal annarra verið í sama húsnæði. Tetriz opnaði sumarið 1996 og var þar í um eitt og hálft ár en það var Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri (Pís of keik) sem var þar rekstraraðili. Staðurinn bauð oft upp á lifandi tónlist, oft í…

Testimony soul band co. (1992-93)

Soulsveitin Testimony soul band co. starfaði í um tvö ár snemma á tíunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Benedikt Gunnar Ívarsson bassaleikari, Stefán B. Henrýsson hljómborðsleikari, Birgir Þórsson trommuleikari, Helena Káradóttir söngkona, Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona og Richard Todd Lieca söngvari. Meðlimir Testimony soul band co. áttu síðar eftir að birtast…

Thalia (1978-80)

Hljómsveitin Thalia var húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um tíma. Sveitin var stofnuð haustið 1978 og tók til starfa í Leikhúskjallaranum um áramótin 1978-79. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þórarinsson píanó- og orgelleikari, Garðar Karlasson gítar- og bassaleikari, Grétar Guðmundsson söngvari og trommuleikari og Anna Vilhjálmsdóttir söngkona en hún var þá nýkomin aftur heim til Íslands eftir…

Th ok Seiðbandið – Efni á plötum

Th ok Seiðbandið – Vúbbið era koma: Íslensk raf og danskvæði / Ice/electric song dances Útgefandi: Heimaútgáfan Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Ligga ligga lá / Hvaða hof? 2. Öndunarljóð / Kysstu mig sól 3. Vúbbið 4. Ólafur reið! 5. Faldafeykir 6. Hvísl ástir 7. Renna í blundi 8. Einn var draugur í þann…

Th ok Seiðbandið (1995-98)

Seiðbandið var tónlistarhópur starfandi síðari hluta tíunda áratugarins undir stjórn fjöllistamannsins Tryggva Gunnars Hansen. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær saga Seiðbandsins hefst en hópinn ber fyrst á góma í fjölmiðlum haustið 1995. Tryggvi Gunnar Hansen (Th), sem þá bjó í Grindavík, kom þá fram með sveitina í tengslum við myndlistasýningu hans og Sigríðar Völu Haraldsdóttur…

Afmælisbörn 29. nóvember 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2017

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sextíu og sjö ára á þessum degi, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru fimm talsins í dag, flest þeirra eru söngkonur: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og þriggja ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og tveggja ára…

Afmælisbörn 26. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er fjörutíu og þriggja ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Afmælisbörn 24. nóvember 2017

Sigurdór Sigurdórsson söngvari er sjötíu og níu ára, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Hann er…

Afmælisbörn 23. nóvember 2017

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2017

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Guðrún Ágústsdóttir (f. 1897) hefði átt afmæli á þessum degi en þessi sópransöngkona var með fyrstu óperusöngkonum okkar Íslendinga, hún tók þátt í fyrstu óratoríunni sem sett var á svið á Íslandi og söng í tilraunaútsendingum útvarps fyrir 1930. Hún lést 1983.

Taugadeildin – Efni á plötum

Taugadeildin [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FS 004 Ár: 1981 1. Her longing 2. Taugadeildin 3. Guðir hins nýja tíma 4. Hvítar grafir Flytjendur: Árni Daníel Júlíusson – bassi Kormákur Geirharðsson – trommur Óðinn Guðbrandsson – gítar Þorsteinn Hallgrímsson – hljómborð Egill Lárusson – söngur Óskar Þórisson – söngur

Templarakórinn (1932-63)

Góðtemplarar (IOGT – félag bindindisfólks) starfræktu blandaðan kór í áratugi sem oftast gekk undir nafninu Templarakórinn en einnig Söngfélag IOGT, Kór IOGT, Kór Templara, Samkór IOGT, IOGT kórinn o.fl. Tilurð kórsins var sú að sumarið 1932 fór hópur Templara í skemmtiferð til Þingvalla og þar var sungið mikið, sú hugmynd kom því upp að stofna…

Telpnakór Jóns Ísleifssonar (1937-45)

Telpnakór Jóns Ísleifssonar (einnig nefndur Erlur og síðar Svölur) starfaði undir nokkurra ára skeið undir stjórn söngkennarans og kórstjórnandans Jóns Ísleifssonar. Jón Ísleifsson, sem reyndar stofnaði og stjórnaði fjölmörgum kórum um miðja síðustu öld, stofnaði telpnakórinn líklega snemma árs 1937 fremur en haustið 1936 og innihélt hann um fjörutíu og allt upp í sjötíu stúlkur.…

Teib (1998-99)

Hafnfirska harðkjarnasveitin Teib var undanfari Vígspár en Teib var stofnuð snemma á árinu 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Ólafsson trymbill, Valdi Olsen gítarleikari, Árni [?] bassaleikari, Gauti [?] söngvari og Freyr [?] gítarleikari. Gauti var ekki lengi í Teib og um tíma var ónafngreindur söngvari frá Ísafirði í sveitinni, Bóas Hallgrímsson (Spitsign) tók við söngnum…

Tárið (1969-70)

Tárið spratt upp úr Föxum sumarið 1969 en sú sveit hafði verið á faraldsfæti um Norðurlöndin og var komin ákveðin þreyta í þann mannskap. Meðlimir Társins voru Þorgils Baldursson gítarleikari, Páll Dungal bassaleikari, Einar Óskarsson trommuleikari, Benedikt Torfaon gítarleikari og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) söngvari. Á einhverjum tímapunkti hvarf Þorgils úr sveitinni sem og líklega Laddi…

Táningar (1966-68)

Mjög takmarkaðar upplýsingar er að finna um unglingahljómsveitina Táninga sem starfandi var í Garðahreppi (síðar Garðabæ). Táningar komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar bræðurnir Ægir Ómar Hraundal og Þorsteinn Hraundal sem báðir léku á gítara, Haraldur Norðdahl bassaleikari og Bjarni Finnsson trommuleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en…

Taxmenn (1966-68)

Hljómsveitin Taxmenn (væntanlega með skírskotun í bítlalagið Taxman) starfaði í Menntaskólanum á Akureyri og lék á fjölmörgum böllum nyrðra en varð einnig svo fræg að leika í Glaumbæ þegar sveitin fór suður til Reykjavíkur. Meðlimir Taxmanna voru Haukur Ingibergsson gítarleikari, Sigurður G. Ringsted trommuleikari, Kári Gestsson gítarleikari og Stefán Ásgrímsson bassaleikari, sveitin var stofnuð upp…

Tennessee Trans (1994)

Hljómsveitin Tennessee Trans var efnileg sveit og hafði alla burði til að slá í gegn eftir að hafa sent frá sér lag á safnplötu sumarið 1994 sem naut nokkurra vinsælda. Sveitin fylgdi þeirri velgengni hins vegar ekki eftir og gleymdist fljótt í kjölfarið. Nafn Tennessee Trans kemur fyrst upp í tengslum við Músíktilraunir Tónabæjar snemma…

Teningar (1992)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Teninga óskast en sveitin átti þá tvö lög á safnplötunni Á kránni sem kom út fyrir jólin 1992.

Tempó (1963-67)

Tempó er klárlega meðal þekktustu unglingahljómsveita sem hérlendis hafa starfað en meðlimir hennar voru afar ungir að árum, það er því óhætt að kalla þá félaga barnastjörnur. Sveitin var stofnuð í Langholtsskóla haustið 1963, sveitarliðar voru þá tólf og þrettán ára gamlir og léku mestmegnis á skemmtunum innan skólans. Það voru þau Halldór Kristinsson trommuleikari,…

Tempest (1995-97)

Hljómsveitin Tempest úr Reykjavík var nokkuð áberandi í keppnum hljómsveita í kringum miðjan tíunda áratug síðustu aldar, sveitin keppti tvívegis í Músíktilraunum og einnig í Rokkstokk kepppninni í Keflavík. Ekki liggur fyrir hvenær Tempest var stofnuð en hún komst fyrst á blað í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1995. Meðlimir sveitarinnar þá voru Davíð Gunnarsson bassaleikari og…

Afmælisbörn 21. nóvember 2017

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og tveggja ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 19. nóvember 2017

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er níræður og á því stórafmæli. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er tuttugu og átta ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru fjögur, öll nema eitt þeirra eru farin yfir móðuna miklu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er tuttugu og níu ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fjórar breiðskífur, þá síðustu fyrr á þessu ári. Næsta…

Afmælisbörn 15. nóvember 2017

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst var þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur…

Tan (1965)

Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina Tan frá Hornafirði væru vel þegnar. Tan spilaði um verslunarmannahelgina 1965 í Hallormsstað en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, meðlimaskipan hennar eða líftíma.

Talúla (1997)

Tríóið Talúla (Talulla) vakti nokkra athygli fyrir lag sem það átti í kvikmyndinni Blossi: 810551, sem sýnd var í bíóhúsum landsins 1997. Það voru þeir Davíð Magnússon, Ottó Tynes og Þórarinn Kristjánsson sem skipuðu sveitina, og höfðu verið nokkurn tíma í henni þegar platan með tónlistinni úr myndinni kom út. Ekki liggur þó fyrir hversu…

Talisman (1992)

Talisman var hljómsveit, reykvísk að öllum líkindum, sem spilaði í örfá skipti opinberlega vorið 1992. Líklega var um sveit ungs tónlistarfólks að ræða en engar upplýsingar finnast um meðlimi hennar.

Tartarus [2] (2002)

Tartarus starfaði í raftónlistargeiranum árið 2002 en engar upplýsingar er að finna um hvort um var að ræða hljómsveit eða einstakling. Nánari upplýsingar óskast um Tartarus.

Tartarus [1] (1995-96)

Hljómsveitin Tartarus var af Eyjafjarðarsvæðinu og var ein af síðustu dauðarokksveitunum úr þeirri vakningu sem hafði kviknað hér á landi um 1990. Tartarus keppti í Músíktilraunum 1995 en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði þá verið starfandi um langan tíma, sveitin komst ekki áfram í úrslit en meðlimir hennar voru þá Stefán Ásgeir Ómarsson gítarleikari,…

Tarsan og villtu aparnir (1983)

Tarsan og villtu aparnir var hafnfirsk unglingasveit, starfandi haustið 1983 en þá lék hún á fjölskylduskemmtun í Firðinum. Engar frekari upplýsingar finnast um meðlimi Tarsans og villtu apanna.

Tarot (1989)

Hljómsveitin Tarot var skammlíf rokksveit með blúsívafi eins og hún var skilgreind, starfandi sumarið 1989 en það sumar lék sveitin á Rykkrokk tónleikunum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar og eru upplýsingar þ.a.l. vel þegnar.

Yoshiyuki Tao – Efni á plötum

Yoshiyuki Tao – Yoshiyuki Tao leikur á Yamaha rafmagnsorgel Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 002 Ár: 1975 1. If the rain stop to fall 2. Sakura sakura 3. Ég veit þú kemur 4. Vor við sæinn 5. Besame mucho 6. Last time I saw him 7. Dagný 8. Íslenskt ástarljóð 9. Vegir liggja til allra átta…

Yoshiyuki Tao (1948-)

Japanski orgelleikarinn Yoshiyuki Tao (fæddur 1948) kom hingað til lands haustið 1975 og hélt hér tónleika í Háskólabíói í boði Hljóðfæraverslunar Poul Bernburg en Japaninn var þá á tónleikaferðalagi um Evrópu. Þrátt fyrir að hann dveldi hér einungis í fjóra daga lék hann einnig nokkur lög sem tekin voru upp í Sjónvarpssal, og tók upp…

Tannpína (1993)

Hljómsveit sem bar nafnið Tannpína var starfandi sumarið 1993 og lék þá á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Hér er giskað á að meðlimir sveitarinnar hafi verið fremur ungir að árum en allar upplýsingar um hana óskast sendar Glatkistunni.