Textar (1965-66)

Textar

Hljómsveitin Textar var ein af mörgum bítlasveitum sem voru starfandi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar.

Varla hefði sveitin fengið þá athygli sem hún hlaut nema fyrir það að trommuleikari hennar var stúlka, Halldóra Halldórsdóttir. Og reyndar var það auglýst sérstaklega þegar sveitin kom fram.

Aðrir meðlimir Texta voru Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Benedikt Torfason [söngvari og gítarleikari?] og Tommi Hertervig [bassaleikari?].

Sveitin starfaði að minnsta kosti til ársins 1966.