Taugadeildin – Efni á plötum

Taugadeildin [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FS 004 Ár: 1981 1. Her longing 2. Taugadeildin 3. Guðir hins nýja tíma 4. Hvítar grafir Flytjendur: Árni Daníel Júlíusson – bassi Kormákur Geirharðsson – trommur Óðinn Guðbrandsson – gítar Þorsteinn Hallgrímsson – hljómborð Egill Lárusson – söngur Óskar Þórisson – söngur

Templarakórinn (1932-63)

Góðtemplarar (IOGT – félag bindindisfólks) starfræktu blandaðan kór í áratugi sem oftast gekk undir nafninu Templarakórinn en einnig Söngfélag IOGT, Kór IOGT, Kór Templara, Samkór IOGT, IOGT kórinn o.fl. Tilurð kórsins var sú að sumarið 1932 fór hópur Templara í skemmtiferð til Þingvalla og þar var sungið mikið, sú hugmynd kom því upp að stofna…

Telpnakór Jóns Ísleifssonar (1937-45)

Telpnakór Jóns Ísleifssonar (einnig nefndur Erlur og síðar Svölur) starfaði undir nokkurra ára skeið undir stjórn söngkennarans og kórstjórnandans Jóns Ísleifssonar. Jón Ísleifsson, sem reyndar stofnaði og stjórnaði fjölmörgum kórum um miðja síðustu öld, stofnaði telpnakórinn líklega snemma árs 1937 fremur en haustið 1936 og innihélt hann um fjörutíu og allt upp í sjötíu stúlkur.…

Teib (1998-99)

Hafnfirska harðkjarnasveitin Teib var undanfari Vígspár en Teib var stofnuð snemma á árinu 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Ólafsson trymbill, Valdi Olsen gítarleikari, Árni [?] bassaleikari, Gauti [?] söngvari og Freyr [?] gítarleikari. Gauti var ekki lengi í Teib og um tíma var ónafngreindur söngvari frá Ísafirði í sveitinni, Bóas Hallgrímsson (Spitsign) tók við söngnum…

Tárið (1969-70)

Tárið spratt upp úr Föxum sumarið 1969 en sú sveit hafði verið á faraldsfæti um Norðurlöndin og var komin ákveðin þreyta í þann mannskap. Meðlimir Társins voru Þorgils Baldursson gítarleikari, Páll Dungal bassaleikari, Einar Óskarsson trommuleikari, Benedikt Torfaon gítarleikari og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) söngvari. Á einhverjum tímapunkti hvarf Þorgils úr sveitinni sem og líklega Laddi…

Táningar (1966-68)

Mjög takmarkaðar upplýsingar er að finna um unglingahljómsveitina Táninga sem starfandi var í Garðahreppi (síðar Garðabæ). Táningar komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar bræðurnir Ægir Ómar Hraundal og Þorsteinn Hraundal sem báðir léku á gítara, Haraldur Norðdahl bassaleikari og Bjarni Finnsson trommuleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en…

Taxmenn (1966-68)

Hljómsveitin Taxmenn (væntanlega með skírskotun í bítlalagið Taxman) starfaði í Menntaskólanum á Akureyri og lék á fjölmörgum böllum nyrðra en varð einnig svo fræg að leika í Glaumbæ þegar sveitin fór suður til Reykjavíkur. Meðlimir Taxmanna voru Haukur Ingibergsson gítarleikari, Sigurður G. Ringsted trommuleikari, Kári Gestsson gítarleikari og Stefán Ásgrímsson bassaleikari, sveitin var stofnuð upp…

Tennessee Trans (1994)

Hljómsveitin Tennessee Trans var efnileg sveit og hafði alla burði til að slá í gegn eftir að hafa sent frá sér lag á safnplötu sumarið 1994 sem naut nokkurra vinsælda. Sveitin fylgdi þeirri velgengni hins vegar ekki eftir og gleymdist fljótt í kjölfarið. Nafn Tennessee Trans kemur fyrst upp í tengslum við Músíktilraunir Tónabæjar snemma…

Teningar (1992)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Teninga óskast en sveitin átti þá tvö lög á safnplötunni Á kránni sem kom út fyrir jólin 1992.

Tempó (1963-67)

Tempó er klárlega meðal þekktustu unglingahljómsveita sem hérlendis hafa starfað en meðlimir hennar voru afar ungir að árum, það er því óhætt að kalla þá félaga barnastjörnur. Sveitin var stofnuð í Langholtsskóla haustið 1963, sveitarliðar voru þá tólf og þrettán ára gamlir og léku mestmegnis á skemmtunum innan skólans. Það voru þau Halldór Kristinsson trommuleikari,…

Tempest (1995-97)

Hljómsveitin Tempest úr Reykjavík var nokkuð áberandi í keppnum hljómsveita í kringum miðjan tíunda áratug síðustu aldar, sveitin keppti tvívegis í Músíktilraunum og einnig í Rokkstokk kepppninni í Keflavík. Ekki liggur fyrir hvenær Tempest var stofnuð en hún komst fyrst á blað í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1995. Meðlimir sveitarinnar þá voru Davíð Gunnarsson bassaleikari og…

Afmælisbörn 21. nóvember 2017

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og tveggja ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…