Teib (1998-99)

Hafnfirska harðkjarnasveitin Teib var undanfari Vígspár en Teib var stofnuð snemma á árinu 1998.

Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Ólafsson trymbill, Valdi Olsen gítarleikari, Árni [?] bassaleikari, Gauti [?] söngvari og Freyr [?] gítarleikari.

Gauti var ekki lengi í Teib og um tíma var ónafngreindur söngvari frá Ísafirði í sveitinni, Bóas Hallgrímsson (Spitsign) tók við söngnum í upphafi árs 1999 og við þær mannabreytingar tók sveitin upp nýtt nafn og kallaðist upp frá því Vígspá.