Mictian (2000-01)

Mictian

Svartmálmshljómsveitin Mictian starfaði í rúmlega ár um síðustu aldamót, eftir því sem heimildir herma.

Mictian, sem kom úr Reykjavík og Kópavogi, lék á að minnsta kosti einum tónleikum haustið 2000 en um vorið 2001 sendi sveitin frá sér fimm laga (ásamt leynilagi) stuttskífuna The way to Mictian, um svipað leyti tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir hennar þá Kristján Einar Guðmundsson trommuleikari, Guðmundur Helgi Helgason gítarleikari, Erling Orri Baldursson bassaleikari, Örn Erlingsson söngvari, Atli Freyr Víðisson hljómborðsleikari og Bjarni Rúnar Hallsson gítarleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Um haustið átti Mictian þrjú lög á safnplötunni Afmæli í helvíti en sveitin var þá hætt, hafði runnið saman við verkefni Bjarna gítarleikara sem hann hafði kallað Myrk, og tók upp Myrkar-nafnið í framhaldinu.

Efni á plötum