María Markan – Efni á plötum

Einar og María Markan – Hærra minn guð til þín / Sólsetursljóð [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 42897 Ár: 1929 1. Hærra minn guð til þín 2. Sólsetursljóð Flytjendur: Einar Markan – söngur María Markan – söngur [engar upplýsingar um píanóleikara]   María Markan – Kveðja / Svanasöngur á heiði [78 sn.]…

María Markan (1905-95)

Óperusöngkonan María Markan var stórstjarna á íslenskan mælikvarða þótt söngferill hennar yrði nokkuð endasleppur, hún varð fyrst Íslendinga til að syngja í Metropolitan í New York og söng víða um heim við góðan orðstír. María Einarsdóttir Markan fæddist í Ólafsvík sumarið 1905 og var yngst sjö systkina. Fjölskyldan, sem flutti til Reykjavíkur árið 1910 var…

Mengun (1971)

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 1971 lék hljómsveit sem bar heitið Mengun, á unglingadansleik á Ísafirði. Hér er óskað eftir upplýsingum um sveitina, meðlimi hennar, starfstíma og fleira bitastætt. Að öllum líkindum var um skammlífa sveit að ræða.

Menn [1] (1985-86)

Dúettinn Menn var í raun ekki starfandi sem hljómsveit en gaf hins vegar út eina plötu. Menn (Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson) höfðu starfað saman í Hinni konunglegu flugeldarokksveit og Tjúttlingunum fáeinum árum fyrr er þeir fóru í hljóðverið Mjöt sumarið 1985 og tóku upp átta lög sem komu síðan út á plötunni Reisn,…

Merarnar (1986)

Hljómsveitin Merarnar tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á Laugum um verslunarmannahelgina 1986, af því mætti færa rök fyrir því að sveitin hafi verið starfandi um norðan- eða austanvert landið. Allar upplýsingar um þessa sveit, liðsskipan og fleira, má senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Menúettabandið (1996)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem kallaðist Menúettabandið og hefur að öllum líkindum verið skammlíft verkefni vorið 1996 en sveitin lék þá í eitt skipti á veitingahúsinu 22 í miðbæ Reykjavíkur.

Mens sana – Efni á plötum

Mens sana – Slökun og vellíðan Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: HUG CD 01 Ár: 1998 1. Spenna og slaka á – grunnþjálfun 2. Þú getur notað eigin hugsun til að slaka á 3. Sofðu vært 4. Sólarlag Flytjendur: Sigríður Hrönn Bjarnadóttir – upplestur Hjörtur Howser – hljóðfæraleikur   Mens sana – Slökun og sjálfsstyrking Útgefandi:…

Mens sana (1998)

Sigríður Hrönn Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur (f. 1960) sendi haustið 1998 frá sér tvær geislaplötur í samstarfi við Geðhjálp og Íslenska erfðagreiningu, sem höfðu að geyma slökunaræfingar við hljóðfæraleik Hjartar Howser sem jafnframt samdi tónlistina. Þetta verkefni var liður í að velja athygli á streitu og leiðum til að vinna á henni með slökun og sjálfstyrkingu. Plöturnar…

Menning [2] (1992-94)

Ballhljómsveitin Menning starfaði á Dalvík á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, e.t.v. lengur. Heimildir eru afar takmarkaðar um þessa sveit sem gæti allt eins hafa verið dúett, en við auglýsingu frá Menningu frá árinu 1994 birtast nöfnin Friðrik [?] og Inga [?]. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Menning [1] (um 1970)

Hljómsveitin Menning starfaði líklega í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum. Meðlimir voru á einhverjum tímapunkti þeir Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ragnar Gíslason gítarleikari og Guðmundur Erlendsson gítarleikari [?]. Á einhverjum tímapunkti starfaði Stefán Andrésson gítarleikari með sveitinni í stað Guðmundar. Frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.

Menn [2] (um 1990)

Heimildir um hljómsveitina Menn sem starfaði í Keflavík í kringum 1990, eru af skornum skammti en sveitin mun hafa verið undanfari Kolrössu krókríðandi / Bellatrix. Meðlimir Manna hafa því að öllum líkindum verið Elíza Geirsdóttir Newman söngvari, Birgitta Vilbergsdóttir trommuleikari, Ester Ásgeirsdóttir bassaleikari og Sigrún Eiríksdóttir gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin tók til starfa…

Menn [1] – Efni á plötum

Menn – Reisn Útgefandi: Menn Útgáfunúmer: Menn 001 Ár: 1986 1. Klakahöll 2. Pastel 3. Flug 4. Kona 5. Maðurinn 6. Fugl 7. Reisn 8. Snigill Flytjendur: Ágúst Karlsson – [?] Valdimar Örn Flygenring – [?] Óskar Jónasson – saxófónn Jón „skuggi“ Steinþórsson – bassi Halldór Lárusson – trommur

Mesta furða (1988-89)

Á Akureyri starfaði hljómsveitin Mesta furða veturinn 1988-89. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 18. september 2019

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Árni Ísleifs djasspíanisti hefðu átt afmæli í dag en hann lést á síðasta ári. Árni starfrækti eigin sveitir en starfaði einnig með hljómsveitum Jans Morávek, Björns R. Einarssonar, José Riba, Svavars Gests, Rúts Hannessonar og margra annarra. Hann bjó um árabil á Egilsstöðum og…