Mens sana (1998)

Sigríður Hrönn Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur (f. 1960) sendi haustið 1998 frá sér tvær geislaplötur í samstarfi við Geðhjálp og Íslenska erfðagreiningu, sem höfðu að geyma slökunaræfingar við hljóðfæraleik Hjartar Howser sem jafnframt samdi tónlistina. Þetta verkefni var liður í að velja athygli á streitu og leiðum til að vinna á henni með slökun og sjálfstyrkingu.

Plöturnar tvær báru titlana Slökun og vellíðan og Slökun og sjálfsstyrking, og voru seldir í plötuverslunum en einnig gátu þeir sem hringdu til Geðhjálpar fengið þær sendar þeim að kostnaðarlausu. Plöturnar voru gefnar út undir nafninu Mens sana.

Efni á plötum