Magnús Þór Sigmundsson – Efni á plötum

Magnús og Jóhann – Magnús og Jóhann [The rape of lady justice] Útgefandi: Scorpion  Útgáfunúmer: S-01 / SCD 001 Ár: 1972 / 1996 1. Mary Jane 2. Simulation af Jesus 3. Fire stairway 4. Farmer 5. Sunshine 6. The rape of lady justice 7. My Imagination 8. Raindrops 9. Sinking man 10. Times with you Flytjendur: Magnús Þór…

Magnús Þór Sigmundsson (1948-)

Magnús Þór Sigmundsson er eitt allra stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er nánast sama hvar stungið er niður, hann telst meðal ástsælustu og afkastamestu laga- og textahöfunda þjóðarinnar, hefur sent frá sér ógrynni platna fyrir fólk á öllum aldri, gefið út tónlist, spilað, sungið, útsett og margt annað í tengslum við hana. Magnús kemur…

Með nöktum – Efni á plötum

Með nöktum – …skemmtun [ep] Útgefandi: Mjöt Útgáfunúmer: Mjöt 008 Ár: 1985 1. Emotional swing 2. Fears of fear 3. Breath 4. Swimmers 5. Holes 6. Lust Flytjendur: Magnús Guðmundsson – söngur Halldór Lárusson – trommur Ágúst Karlsson – gítar Björn Vilhjálmsson – bassi Birgir Mogensen – bassi Halldór Jörgen Jörgensen – trompet Lárus Grímsson…

Með nöktum (1983-87)

Hljómsveitin Með nöktum var eins konar afsprengi nýbylgjurokksins á níunda áratug síðustu aldar, sveitin sendi frá sér eina sex laga plötu. Með nöktum var stofnuð sumarið 1983 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Ágúst Karlsson gítarleikari, Birgir Mogensen bassaleikari og Halldór Lárusson trommuleikari en þeir höfðu allir verið viðloðandi hljómsveitina Spilafífl. Þeir fengu söngvarann…

Mávarnir (1998-2002)

Pöbbasveitin Mávarnir starfaði í kringum síðustu aldamót, að minnsta kosti á árunum 1998 til 2002. Mávarnir var kvintett og voru meðlimir hans Sveinn Larsson trommuleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari og Jón Ragnarsson gítarleikari, ekki liggur fyrir hver fimmti mávurinn var en óskað er eftir upplýsingum þess efnis.

Mátturinn og dýrðin (um 1973)

Hljómsveitin Mátturinn og dýrðin var starfrækt á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1973 eða um það leyti. Meðlimir sveitarinnar voru Tryggvi J. Hübner gítarleikari, Guðmundur Grímsson trommuleikari, Erik Mogensen bassaleikari og Valdimar Óli Valdimarsson söngvari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Melódíur minninganna [tónlistartengdur staður] (2000-)

Á Bíldudal hefur um árabil verið rekið tónlistarsafn undir yfirskriftinni Melódíur minninganna en upphafsmaður þess er söngvarinn Jón Kr. Ólafsson sem hefur alinn manninn alla sína tíð í þorpinu. Jón Kr. Ólafsson hafði til langs tíma sankað að sér ýmsum munum tengdum þekktustu dægurlagasöngvurum íslenskrar tónlistarsögu s.s. Vilhjálmi og Elly Vilhjálms, Helenu Eyjólfsdóttur, Ragnari Bjarnasyni…

Melasveitin (1995-2005)

Hljómsveitin Melasveitin starfaði á Akranesi um árabil og var líklega þekktust fyrir að innihalda bæjarstjórann í plássinu, Gísla Gíslason. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1995 sem skemmtiatriði fyrir árshátíð, meðlimir hennar voru Lárus Sighvatsson hljómborðsleikari, Skúli Ragnar Skúlason fiðluleikari, Guðmundur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Þór Guðmundsson gítarleikari, Einar Skúlason gítarleikari, Sigursteinn Hákonarson söngvari, Gísli Gíslason…

Melarokk [tónlistarviðburður] (1982)

Tónlistarhátíðin Melarokk er merkilegur partur af íslenskri tónlistarsögu en hún var fyrsta alvöru rokkhátíðin sem haldin var hér á landi. Það var Hallvarður E. Þórsson sem stóð að baki Melarokks en hátíðin var haldin á Melavellinum, gamla þjóðaleikvangi okkar Íslendinga þar sem nú stendur lóð Húss íslenskra fræða milli Hótel Sögu og Þjóðarbókhlöðunnar, sem einmitt…

Meistari Tarnús (1944-)

Tónlistar- og myndlistamaðurinn Grétar Guðmundsson er kannski þekktari undir nafninu Meistari Tarnús, hann starfaði með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og síðar skemmti hann á pöbbum víðs vegar um land með söng og undirleik skemmtara. Hafnfirðingurinn Grétar Magnús Guðmundsson fæddist 1944 og var um tvítugt þegar hann hóf að leika á trommur með hljómsveitum sem…

Meinlæti (2000)

Skammlíf blússveit starfaði haustið 2000, líklega sett saman til að leika aðeins í fáein skipti. Meðlimir sveitarinnar voru allir kunnir tónlistarmenn þótt ekki séu þeir allir þekktir fyrir blústilþrif, þeir voru Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Kristján Kristjánsson (KK) gítarleikari og söngvari.

Meðlæti [1] (1995)

Hljómsveit eða líklega tríó var starfandi vor og sumar 1995 undir nafninu Meðlæti eða Með læti, á einum stað var það auglýst undir nafninu Tríó með læti. Meðlæti skipuðu þeir Þorgils Björgvinsson gítarleikari og söngvari, Vilhjálmur Goði Friðriksson trommuleikari og söngvari og Bergur Geirsson bassaleikari og söngvari, allt kunnir tónlistarmenn sem m.a. hafa starfað saman…

Afmælisbörn 11. september 2019

Glatkistan hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn á þessum degi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðinugr hefði orðið sjötíu og fimm ára gömul í dag en hún lést á síðasta ári. Ásthildur starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún um…