Meðlæti [1] (1995)

Hljómsveit eða líklega tríó var starfandi vor og sumar 1995 undir nafninu Meðlæti eða Með læti, á einum stað var það auglýst undir nafninu Tríó með læti.

Meðlæti skipuðu þeir Þorgils Björgvinsson gítarleikari og söngvari, Vilhjálmur Goði Friðriksson trommuleikari og söngvari og Bergur Geirsson bassaleikari og söngvari, allt kunnir tónlistarmenn sem m.a. hafa starfað saman í Tríói Jóns Leifssonar.