Andlát – Halli Reynis (1966-2019)
Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson (Halli Reynis) er látinn aðeins tæplega fimmtíu og þriggja ára gamall. Halli Reynis fæddist í Reykjavík á fullveldisdaginn 1966, yngstur systkina ásamt eineggja tvíburabróður sínum en þeir áttu tvær eldri systur. Framan af var fátt sem benti til að hann yrði tónlistarmaður, hann naut aðstoðar móður sinnar við að læra á gítar…