Micka Frürry (1993-)

Micka Frürry

Micka Frürry var aukasjálf Birgis Nielsen trommuleikara (Land og synir, Vinir vors og blóma o.fl.) en hann kom fram atriði á skemmtunum í kringum aldamótin 2000.

Ekki liggur fyrir hvenær Micka Frürry kom fyrst fram en líklega var það í laginu Gott í kroppinn, sem Vinir vors og blóma gerðu vinsælt 1993 en þar rappaði hann, Micka varð öllu þekktari þegar hann var hluti af uppistandsskemmtun sumarið 1999 þar sem hann fór ásamt Jóni Gnarr, Sveini Waage og Friðrik 2000 (Friðriki Svani Sigurðarsyni) um landið með dagskrá sína.

Micka var yfirleitt kynntur sem þýskur stuðbolti, jafnvel teknónasisti og söng hann lög á einhvers konar heimatilbúinni þýsku.

Micka Frürry átti lag á safnplötunni Pottþétt 24 (2001) og aftur á plötu Squeel, Black Friday sem út kom 2002. Hann hvarf af sjónarsviðinu eftir það en rykið var reyndar þurrkað af honum árið 2009 þegar hann birtist við opnun skemmtistaðar í Keflavík.