Terso (1967-68)

Hljómsveit sem bar heitið Terso var starfandi í Austurbæjarskóla, að öllum líkindum 1967 og 68. Meðlimir þessarar sveitar, sem eðli málsins samkvæmt voru ungir að árum, voru Gunnar Hermannsson bassaleikari, Þorvaldur Ragnarsson gítarleikari [?], Júlíus Agnarsson gítarleikari [?] og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sagan segir að Ásgeir hafi í fyrstu ekki fengið inngöngu í sveitina þar…

Teppið hennar tengdamömmu (um 1990)

Teppið hennar tengdamömmu var eins konar angi af Dúkkulísunum sem starfað hafði nokkrum árum fyrr, reyndar er ekki alveg ljóst hvenær sveitin starfaði en það hefur væntanlega verið á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða fyrri hluta þess tíunda. Teppið hennar tengdamömmu skipuðu þær Harpa Þórðardóttir hljómborðsleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari og Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari,…

Tennurnar hans afa – Efni á plötum

Tennurnar hans afa – Dömur mínar og herrar, látið eins og heima hjá ykkur [snælda] Útgefandi: Spé B.B. / T.h.a. Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1991 1. Amma 2. Haraldur fór til Vestmannaeyja 3. Halli 4. Sólmundur síglaði 5. Lenni leiðinlegi 6. Mói stálhjarta 7. Gwarligg 8. Gefð‘ enni magnyl 9. Landinn 10. Sívert Pervertsen Flytjendur:…

Tennurnar hans afa (1988-95)

Tennurnar hans afa (T.H.A.) vöktu nokkra athygli á sínum tíma með tveimur lögum, sveitin gaf út snældu sem er að öllum líkindum fyrsta rappplatan (-snældan) hérlendis. Tennurnar hans afa var ekki eiginleg starfandi sveit heldur fremur samstarf þriggja félaga en þeir voru þó aldrei nema tveir í senn. Sögu þeirra má rekja aftur til vorsins…

Textar (1965-66)

Hljómsveitin Textar var ein af mörgum bítlasveitum sem voru starfandi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Varla hefði sveitin fengið þá athygli sem hún hlaut nema fyrir það að trommuleikari hennar var stúlka, Halldóra Halldórsdóttir. Og reyndar var það auglýst sérstaklega þegar sveitin kom fram. Aðrir meðlimir Texta voru Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Benedikt Torfason [söngvari…

Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett og voru meðlimir hans Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Kjartan Þórisson trommuleikari, Valgeir [?] söngvari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Um tíma lék Bandaríkjamaðurinn Denis Miller gítarleikari með sveitinni.

Texas tríóið (1980-81)

Kántrísveitin Texas tríóið var undanfari Hálfs í hvoru sem stofnuð var 1981 en Texas tríóið hafði þá starfað í um ár. Meðlimir Texas tríósins voru Eyjólfur Kristjánsson gítarleikari, Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari og Ingi Gunnar Jóhannsson gítarleikari, þeir félagarnir sungu allir. Aðal hlutverk Texas tríósins og starfsvettvangur var að leika kántrítónlist í stiga á skemmtistaðnum Óðali…

Texas Jesús – Efni á plötum

Texas Jesús – Nammsla tjammsla [snælda] Útgefandi: Texas Jesús Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Bubba bakarí 2. Ástardúettinn 3. Já, elskan 4. Skógarhöggslagið 5. Picking flowers 6. Erla og Linda 7. She sleeps alone 8. There was a frog 9. Tiny girl 10. NL 11. Ghost riders (in the sky) 12. Jones 13. Dýrin…

Texas Jesús (1993-96 / 2008-)

Hljómsveitin Texas Jesús vakti nokkra athygli á síðasta áratug 20. aldarinnar fyrir frumlegheit og skemmtilega sviðsframkomu. Sveitin sem starfaði í Keflavík hófst sem samstarf Sigurðar Óla Pálmasonar og Sverris Ásmundssonar og segir sagan að dúettinn hafi í fyrst gengið undir nafninu Ástardúettinn Siggi og Sverrir. Smám saman bættist í hópinn og vorið 1993 hlaut hann…

Tetriz [tónlistartengdur staður] (1996-97)

Tetriz var skemmtistaður staðsettur í Fischer-sundi í miðbæ Reykjavíkur en Duus hús hafði þá meðal annarra verið í sama húsnæði. Tetriz opnaði sumarið 1996 og var þar í um eitt og hálft ár en það var Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri (Pís of keik) sem var þar rekstraraðili. Staðurinn bauð oft upp á lifandi tónlist, oft í…

Testimony soul band co. (1992-93)

Soulsveitin Testimony soul band co. starfaði í um tvö ár snemma á tíunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Benedikt Gunnar Ívarsson bassaleikari, Stefán B. Henrýsson hljómborðsleikari, Birgir Þórsson trommuleikari, Helena Káradóttir söngkona, Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona og Richard Todd Lieca söngvari. Meðlimir Testimony soul band co. áttu síðar eftir að birtast…

Thalia (1978-80)

Hljómsveitin Thalia var húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um tíma. Sveitin var stofnuð haustið 1978 og tók til starfa í Leikhúskjallaranum um áramótin 1978-79. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þórarinsson píanó- og orgelleikari, Garðar Karlasson gítar- og bassaleikari, Grétar Guðmundsson söngvari og trommuleikari og Anna Vilhjálmsdóttir söngkona en hún var þá nýkomin aftur heim til Íslands eftir…

Th ok Seiðbandið – Efni á plötum

Th ok Seiðbandið – Vúbbið era koma: Íslensk raf og danskvæði / Ice/electric song dances Útgefandi: Heimaútgáfan Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Ligga ligga lá / Hvaða hof? 2. Öndunarljóð / Kysstu mig sól 3. Vúbbið 4. Ólafur reið! 5. Faldafeykir 6. Hvísl ástir 7. Renna í blundi 8. Einn var draugur í þann…

Th ok Seiðbandið (1995-98)

Seiðbandið var tónlistarhópur starfandi síðari hluta tíunda áratugarins undir stjórn fjöllistamannsins Tryggva Gunnars Hansen. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær saga Seiðbandsins hefst en hópinn ber fyrst á góma í fjölmiðlum haustið 1995. Tryggvi Gunnar Hansen (Th), sem þá bjó í Grindavík, kom þá fram með sveitina í tengslum við myndlistasýningu hans og Sigríðar Völu Haraldsdóttur…

Afmælisbörn 29. nóvember 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…