Terso (1967-68)
Hljómsveit sem bar heitið Terso var starfandi í Austurbæjarskóla, að öllum líkindum 1967 og 68. Meðlimir þessarar sveitar, sem eðli málsins samkvæmt voru ungir að árum, voru Gunnar Hermannsson bassaleikari, Þorvaldur Ragnarsson gítarleikari [?], Júlíus Agnarsson gítarleikari [?] og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sagan segir að Ásgeir hafi í fyrstu ekki fengið inngöngu í sveitina þar…