Testimony soul band co. (1992-93)

Testimony soul band co.

Soulsveitin Testimony soul band co. starfaði í um tvö ár snemma á tíunda áratug liðinnar aldar.

Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Benedikt Gunnar Ívarsson bassaleikari, Stefán B. Henrýsson hljómborðsleikari, Birgir Þórsson trommuleikari, Helena Káradóttir söngkona, Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona og Richard Todd Lieca söngvari.

Meðlimir Testimony soul band co. áttu síðar eftir að birtast í þekktari sveitum s.s. Landi og sonum, Sóldögg og Vinum vors og blóma.