Tetriz [tónlistartengdur staður] (1996-97)

Tetriz var skemmtistaður staðsettur í Fischer-sundi í miðbæ Reykjavíkur en Duus hús hafði þá meðal annarra verið í sama húsnæði.

Tetriz opnaði sumarið 1996 og var þar í um eitt og hálft ár en það var Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri (Pís of keik) sem var þar rekstraraðili.

Staðurinn bauð oft upp á lifandi tónlist, oft í hip hop- og rappsenunni sem þá var að hefja sig til flugs og meðal tónlistarfólks sem kom þarna fram voru Quarashi og hópur rappara sem síðar mynduðu Subterranean, einnig hélt hljómsveitin Jetz þar útgáfutónleika.