Tan (1965)
Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina Tan frá Hornafirði væru vel þegnar. Tan spilaði um verslunarmannahelgina 1965 í Hallormsstað en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, meðlimaskipan hennar eða líftíma.
Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina Tan frá Hornafirði væru vel þegnar. Tan spilaði um verslunarmannahelgina 1965 í Hallormsstað en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, meðlimaskipan hennar eða líftíma.
Tríóið Talúla (Talulla) vakti nokkra athygli fyrir lag sem það átti í kvikmyndinni Blossi: 810551, sem sýnd var í bíóhúsum landsins 1997. Það voru þeir Davíð Magnússon, Ottó Tynes og Þórarinn Kristjánsson sem skipuðu sveitina, og höfðu verið nokkurn tíma í henni þegar platan með tónlistinni úr myndinni kom út. Ekki liggur þó fyrir hversu…
Talisman var hljómsveit, reykvísk að öllum líkindum, sem spilaði í örfá skipti opinberlega vorið 1992. Líklega var um sveit ungs tónlistarfólks að ræða en engar upplýsingar finnast um meðlimi hennar.
Tartarus starfaði í raftónlistargeiranum árið 2002 en engar upplýsingar er að finna um hvort um var að ræða hljómsveit eða einstakling. Nánari upplýsingar óskast um Tartarus.
Hljómsveitin Tartarus var af Eyjafjarðarsvæðinu og var ein af síðustu dauðarokksveitunum úr þeirri vakningu sem hafði kviknað hér á landi um 1990. Tartarus keppti í Músíktilraunum 1995 en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði þá verið starfandi um langan tíma, sveitin komst ekki áfram í úrslit en meðlimir hennar voru þá Stefán Ásgeir Ómarsson gítarleikari,…
Tarsan og villtu aparnir var hafnfirsk unglingasveit, starfandi haustið 1983 en þá lék hún á fjölskylduskemmtun í Firðinum. Engar frekari upplýsingar finnast um meðlimi Tarsans og villtu apanna.
Hljómsveitin Tarot var skammlíf rokksveit með blúsívafi eins og hún var skilgreind, starfandi sumarið 1989 en það sumar lék sveitin á Rykkrokk tónleikunum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar og eru upplýsingar þ.a.l. vel þegnar.
Yoshiyuki Tao – Yoshiyuki Tao leikur á Yamaha rafmagnsorgel Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 002 Ár: 1975 1. If the rain stop to fall 2. Sakura sakura 3. Ég veit þú kemur 4. Vor við sæinn 5. Besame mucho 6. Last time I saw him 7. Dagný 8. Íslenskt ástarljóð 9. Vegir liggja til allra átta…
Japanski orgelleikarinn Yoshiyuki Tao (fæddur 1948) kom hingað til lands haustið 1975 og hélt hér tónleika í Háskólabíói í boði Hljóðfæraverslunar Poul Bernburg en Japaninn var þá á tónleikaferðalagi um Evrópu. Þrátt fyrir að hann dveldi hér einungis í fjóra daga lék hann einnig nokkur lög sem tekin voru upp í Sjónvarpssal, og tók upp…
Hljómsveit sem bar nafnið Tannpína var starfandi sumarið 1993 og lék þá á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Hér er giskað á að meðlimir sveitarinnar hafi verið fremur ungir að árum en allar upplýsingar um hana óskast sendar Glatkistunni.
Tatarar [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 541 Ár: 1969 1. Dimmar rósir 2. Sandkastalar Flytjendur: Stefán Eggertsson – söngur Árni Blandon – gítar Jón Ólafsson – bassi Þorsteinn Hauksson – orgel Magnús S. Magnússon – trommur og slagverk Tatarar [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 550 Ár: 1970 1. Gljúfurbarn 2. Fimmta boðorðið Flytjendur: Gestur Guðnason…
Hljómsveitin Tatarar vöktu nokkra athygli á tímum blóma- og hippabarna, sveitin sendi frá sér tvær athyglisverðar smáskífur með fjórum lögum og eitt þeirra lifir enn ágætu lífi. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 af nokkrum strákum á menntaskólaaldri, reyndar höfðu þeir félagar starfað undir ýmsum nöfnum frá árinu 1966 s.s. Tacton, Bláa bandið og Dýrlingarnir en…
Djasskvartettinn Tarzan! starfaði um nokkurra vikna skeið sumarið 1986 og lék þá m.a. á Hótel Borg í nokkur skipti. Meðlimir Tarzans! voru Sigurður Flosason saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari.
Einn tónlistarmaður prýðir afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull.