Tartarus [1] (1995-97)

Tartarus

Hljómsveitin Tartarus var af Eyjafjarðarsvæðinu og var ein af síðustu dauðarokksveitunum úr þeirri vakningu sem hafði kviknað hér á landi um 1990.

Tartarus keppti í Músíktilraunum 1995 en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði þá verið starfandi um langan tíma, sveitin komst ekki áfram í úrslit en meðlimir hennar voru þá Stefán Ásgeir Ómarsson gítarleikari, Vincent G. Pálsson gítarleikari, Lúðvík A. Þorsteinsson bassaleikari (Shiva), Bragi Bragason söngvari og Helgi Jónsson trommuleikari.

Sveitin starfaði eitthvað áfram og lék á höfuðborgarsvæðinu um ári síðar, engar upplýsingar er þó að finna um hversu lengi hún starfaði eða hvort einhverjar mannabreytingar urðu í henni.

Tartarus hljóðritaði tíu laga plötu síðla árs 1997 sem hlaut nafnið Luciferious, sú plata kom hins vegar ekki út fyrr en snemma árs 2023 og það hlýtur að höggva nálægt einhverjum Íslandsmetum.

Efni á plötum