Splæsing nönns (1998)

Splæsing nönns spilaði svokallað dauðapönk en sveitin kom frá Akureyri og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, reyndar án þess að hafa þar erindi sem erfiði því hún komst ekki áfram í úrslit. Sveitina skipuðu þeir Helgi Jónsson trommuleikari, Bragi Bragason söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristján Heiðarsson bassaleikari.

Tartarus [1] (1995-96)

Hljómsveitin Tartarus var af Eyjafjarðarsvæðinu og var ein af síðustu dauðarokksveitunum úr þeirri vakningu sem hafði kviknað hér á landi um 1990. Tartarus keppti í Músíktilraunum 1995 en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði þá verið starfandi um langan tíma, sveitin komst ekki áfram í úrslit en meðlimir hennar voru þá Stefán Ásgeir Ómarsson gítarleikari,…

S.B.K. (1996)

S.B.K. var flytjandi á safnplötunni Lagasafnið 5: Anno 1996 og átti þar tvö lög sem voru í rokkaðri kanti poppsins. Engar upplýsingar er að finna um hvað S.B.K. stendur fyrir en meðlimir á safnplötunni voru söngvararnir Halldór J. Jóhannesson og Vignir Daðason, Bragi Bragason gítarleikari, Þórður Hilmarsson gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og…

Reykjavíkurkvintett (1991)

Reykjavíkurkvintett (Reykjavíkurquintett) var skammlíft coverband sem starfaði sumarið 1991 og lék í nokkur skipti á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin var stofnuð í mars 1991 og voru meðlimir hennar Ingimar Oddsson söngvari (Jójó o.fl.), Gunnar Elísabetarson trommuleikari, Heimir Helgason hljómborðsleikari, Bragi Bragason gítarleikari (Óðs manns æði, Langbrók o.fl.) og Alfreð Lilliendahl bassaleikari (Langbrók o.fl.. Svo virðist sem…