Reykjavíkurkvintett (1991)

engin mynd tiltækReykjavíkurkvintett (Reykjavíkurquintett) var skammlíft coverband sem starfaði sumarið 1991 og lék í nokkur skipti á öldurhúsum borgarinnar.

Sveitin var stofnuð í mars 1991 og voru meðlimir hennar Ingimar Oddsson söngvari (Jójó o.fl.), Gunnar Elísabetarson trommuleikari, Heimir Helgason hljómborðsleikari, Bragi Bragason gítarleikari (Óðs manns æði, Langbrók o.fl.) og Alfreð Lilliendahl bassaleikari (Langbrók o.fl..

Svo virðist sem Reykjavíkurkvintettinn hafi verið hættur um haustið.