Beneath the skin í 3. sæti á Billboard

Nýja plata Of monsters and men, Beneath the skin fór beint í þriðja sæti Billboard metsölulistans í Bandaríkjunum í fyrstu viku, platan er ennfremur í efsta sæti sölulista á Íslandi og í Kanada en alls hafa selst um sextíu og eitt þúsund eintök af plötunni síðan hún kom út fyrir viku. Sveitin slær þar með met…

Ólafur Elíasson leikur Bach í Dómkirkjunni

  Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld milli klukkan 20:30 og 21:00. Aðgangur að viðburðunum er ókeypis. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi  en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann…

Afmælisbörn 18. júní 2015

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fjörutíu og fimm ára á þessum degi. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…