Gagnagrunnurinn stækkar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar. Síðustu vikurnar hefur áherslan verið lögð á bókstafinn „R“ en hann hefur að geyma fjölmörg þekkt nöfn og önnur minna þekkt. Þarna má nefna hljómsveitir og flytjendur eins og Reyni Jónasson, Rikshaw, Rifsberju og Risaeðluna svo einhver nöfn séu upp talin. Margar ábendingar og viðbætur hafa komið frá lesendum vefsíðunnar…

Reið kona í austurbænum . eða ? (1978-79)

Hljómsveit með þessu undarlega nafni (Reið kona í austurbænum punktur eða spurningarmerki) var starfandi haustið 1978. Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) sem sá um rödd, Kristinn H. Árnason gítarleikari, Magnús Ásmundsson klarinettuleikari og Einar Melax píanóleikari.

Rein (1967)

Hljómsveitin Rein var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1967. Litlar upplýsingar finnast um sveitina en hún lék með þekktari sveitum í nokkur skiptið um haustið 1967. Einar Vilberg mun hafa verið einn meðlima hennar en ekki finnast upplýsingar um aðra meðlimi Reinar.

Rekkar [1] (1970)

Hljómsveitin Rekkar starfaði á Selfossi í kringum 1970 og var skammlíf. Meðlimir hennar voru Kjartan Jónsson [?], Haraldur Agnarsson [?], Þórir Haraldsson orgelleikari og Sigurður Guðmundsson [?]. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit.

Rekkar [2] (1981)

Rekkar var hljómsveit sem einkum lagði áherslu á gömlu dansana og lék á böllum á höfuðborgarsvæðinu vorið 1981. Söngkonan Mattý Jóhanns kom fram með Rekkum í nokkur skipti en hún var líkast til ekki í sveitinni. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit.

Rennireið (1998)

Hljómsveitin Rennireið markaði upphaf ferils þriggja tónlistarmanna, vakti athygli fyrir ungan aldur sveitarmeðlima og var kjörin efnilegasta sveit Músíktilraunanna, allt á þeim stutta tíma sem hún starfaði. Rennireið var skipuð þremenningunum Ragnari Sólberg Rafnssyni gítar-, bassa- og trommuleikara, Frosta Erni Gunnarssyni söngvara og Matthíasi Arnalds hljómborðsleikara, sem allir voru komnir af listafólki en Ragnar var…

Reykjavík (1977-79)

Mjög erfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina Reykjavík sem starfaði um tveggja ára skeið seinni hluta áttunda áratugarins, og hefur nafn sveitarinnar nokkuð um það að segja. Reykjavík var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Pétur „kapteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Rafn Sigurbjörnsson söngvari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Eyjólfur Jónsson trommuleikari og Sigurður…

Reykjavík Rhythm Section (1981)

Reykjavík Rhythm Section var eins konar funkstórsveit starfandi sumarið 1981, hún gæti þó hafa starfað lengur. Meðlimir sveitarinnar voru liðsmenn Mezzoforte þá ungir að árum, Karl J. Sighvatsson hljómborðsleikari og einhverjir aðrir, svo líklega hefur fjöldi meðlima náð því að fylla tuginn. Sveitin lék á að minnsta kosti á einum tónleikum sumarið 1981 en ekki…

Reykjavíkur apótek (1991)

Reykjavíkur apótek var ein þeirra hljómsveita sem keppti ásamt fjölda annarra í hljómsveitakeppni á rokkhátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina 1991 í Húnaveri. Engar upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit og gæti allt eins verið að sveitin hafi verið stofnuð einungis í þeim tilgangi að komast frítt inn á svæðið, og því takmarkist sagan…

Reykjavíkurkvintett (1991)

Reykjavíkurkvintett (Reykjavíkurquintett) var skammlíft coverband sem starfaði sumarið 1991 og lék í nokkur skipti á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin var stofnuð í mars 1991 og voru meðlimir hennar Ingimar Oddsson söngvari (Jójó o.fl.), Gunnar Elísabetarson trommuleikari, Heimir Helgason hljómborðsleikari, Bragi Bragason gítarleikari (Óðs manns æði, Langbrók o.fl.) og Alfreð Lilliendahl bassaleikari (Langbrók o.fl.. Svo virðist sem…

Reykjavíkurkvartettinn (1986-98)

Sögu Reykjavíkurkvartettsins mætti skipta í nokkur skeið, fyrst í stað starfaði hann sem strengjakvartett áhugamanna en síðar starfaði hann fyrir tilstuðlan styrkveitinga. Upphaf kvartettsins má rekja til sumarsins 1986 en þá spilaði hann fyrst opinberlega á norrænni tónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík um haustið. Meðlimir í upphafi voru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín…

Reynir Jónasson (1932-)

Reynir Jónasson er þekktastur fyrir leikni sína á harmonikkuna enda hefur hann gefið út þrjár sólóplötur með harmonikkuleik, hann á þó mun fjölbreytilegri tónlistarferil að baki sem organisti og margt fleira. Reynir (f. 1932) er fæddur og uppalinn á Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, og eins og víða á heimilum voru til hljóðfæri á æskuheimili…

Reynir Jónasson – Efni á plötum

Reynir Jónasson – leikur 30 vinsælustu lög síðustu ára Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 056 Ár: 1972 1. Syrpa 1; Þú ert minn súkkulaðiís / Hótel jörð / Jón er kominn heim 2. Syrpa 2; Eitt sumar á landinu bláa / Heimkoma / Ég leitaði blárra blóma 3. Syrpa 3; Ef ég væri ríkur /…

Rétt skrapp frá (1994)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Rétt skrapp frá en hún var starfandi 1994 og hefur nokkrum sinnum komið saman í seinni tíð, ekki liggur þó fyrir hvort hún hefur starfað samfleytt. Meðlimir sveitarinnar sem gæti verið í þjóðlagastílnum voru/eru Daníel Brandur Sigurgeirsson gítarleikari, Bóas Valdórsson gítarleikari, Örvar Daði Marinónsson söngvari og Davíð Á.…

Richter (1995)

Hljómsveitin Richter kom frá Hvolsvelli, keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og lék stuðtónlist en afrekaði lítið og varð skammlíf. Hluti sveitarinnar átti hins vegar eftir að skjóta upp kollinum í öllu þekktari sveitum síðar. Meðlimir Richters voru Hreimur Örn Heimisson söngvari og gítarleikari, Jón Atli Helgason bassaleikari, Halldór Örn Jensson gítarleikari og Árni Þór Guðjónsson…

Riff raff (1980)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1980, hún gæti hafa verið undir pönk- eða nýbylgjuáhrifum. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Riff Reddhedd (1995-)

Riff Reddhedd frá Hveragerði er ein af þeim ábreiðuhljómsveitum sem hefur alið af sér tónlistarfólk sem síðar hafa skipað öllu þekktari sveitir en slíkar „uppeldisstöðvar“ hafa tíðum reynst góður grunnur fyrir tónlistarmenn í ballgeiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1995, jafnvel þó fyrr, en meðlimir hennar voru lengstum Árni Ólason bassaleikari (Loðbítlar, 8 villt o.fl.),…

Rifsberja (1971-73)

Nokkuð áreiðanlegt er að Stuðmenn hefðu aldrei orðið til án hljómsveitarinnar Rifsberju en hún var undanfari þessarar hljómsveitar allra landsmanna, þótt Stuðmenn hefðu þá reyndar þegar verið komnir fram á sjónarsviðið í fyrstu útgáfu sinni. Rifsberja var stofnuð sumarið 1971 og nokkrum vikum síðar komu þeir fyrst fram opinberlega. Meðlimir voru þeir Þórður Árnason gítarleikari,…

Rikshaw (1984-91 / 2003)

Rikshaw er þekktust íslenskra hljómsveita sem kenndar eru við svokallaða 80‘s tónlistarbylgju eða nýrómantík, sá partur er reyndar hvað fyrirferðaminnstur í sögu sveitarinnar enda komu einungis fjögur lög út með henni sem tengja má beint við þá tónlistarstefnu en Rikshaw gaf út þrjá tugi laga á um sjö ára starfsferli. Sveitarinnar verður þó líklega aldrei…

Ringulreið [1] (1973-77)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Ringulreið sem starfaði á Höfn í Hornafirði á áttunda áratug liðinnar aldar. Ártalið 1973-77 er einungis ágiskun út frá þeim heimildum sem tiltækar eru. Haukur Þorvaldsson (Ómar o.fl.) var hugsanlega viðloðandi Ringulreið en annars eru allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar vel þegnar sem og tilurð hennar almennt.

Ringulreið [2] (1983)

Hljómsveit með þessu nafni ku hafa verið starfrækt við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 1983. Um líkt leyti var leiksmiðja starfandi í skólanum undir sama nafni og gæti hafa valdið ruglingi en ekkert bendir þó til annars en að sveitin hafi verið starfandi.

Ringulreið [3] (2013-14)

Hljómsveit ungra nemenda í Seljaskóla, hugsanlega á aldrinum tíu til tólf ára, var starfrækt 2013 og 14. Allar upplýsingar um meðlimi hennar og annað sem skiptir máli, eru vel þegnar.

Ringulreið 2000 [tónlistarviðburður] (2000)

Tónlistarhátíðin Ringulreið 2000 var haldin vorið 2000 á vegum Harðkjarna og Hins hússins á Granda. Þar voru skráðar til leiks sextán hljómsveitir í harðari kantinum sem léku fyrir tónleikagesti í um átta tíma. Meðal sveita sem komu fram á Ringulreið 2000 voru Forgarður helvítis, Snafu, Klink og Vígspá, svo fáeinar séu nefndar. Aðgangur var ókeypis…

Rikshaw – Efni á plötum

Rikshaw – Rikshaw [ep] Útgefandi: Koolie production inc. Útgáfunúmer: KOOLIE 001 Ár: 1985 1. Into the burning moon 2. Sentimental eyes 3. Promises promises 4. The great wall of China Flytjendur: Richard Scobie – [?] Ingólfur Guðjónsson – [?] Dagur Hilmarsson – [?] Sigurður Gröndal – [?] Ned Morant – slagverk Maggie Ryder – raddir…

Risaeðlan – Efni á plötum

Risaeðlan – Risaeðlan [ep] Útgáfufyrirtæki: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 017 Ár: 1989 1. Ó 2. Ívar bongó 3. Stríðið er byrjað og búið 4. Kebab Flytjendur:  [engar upplýsingar um flytjendur]   Reptile – Fame and fossils Útgefandi: Smekkleysa / Workers playtime Útgáfunúmer: BT 025 Play LP13 / PLAYCD13 Ár: 1990 1. Hope 2. Kindness and love 3.…

Risaeðlan (1984-96)

Hljómsveitin Risaeðlan skipar sér í flokk með Smekkleysu-hljómsveitum og flytjendum eins og Sykurmolunum, Björk, Ham og Bless sem e.t.v. hlutu meiri athygli á erlendri grundu en íslenskri, Hljómsveitin var stofnuð í árbyrjun 1984 og var upphaflega sett saman fyrir eina menntaskólauppákomu, meðlimir þessarar fyrstu útgáfu Risaeðlunnar voru Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Ívar Ragnarsson bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir…

Risarokk [1] [tónlistarviðburður] (1982)

Tónleikar undir yfirskriftinni Risarokk voru haldnir í Laugardalshöllinni þann 10. september 1982. Á Risarokki leiddu saman hesta sína nokkrar þeirra hljómsveita sem höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson. Sveitirnar voru Þursaflokkurinn, Þeyr, Baraflokkurinn, Egó, Grýlurnar og Ósómi, sú síðast talda var reyndar ekki ein þeirra sveita sem komið hafði…

Risarokk [2] [tónlistarviðburður] (1991)

Tónlistarhátíðin Risarokk var haldin í Kaplakrika í Hafnarfirði þann 16. júní 1991 og voru sannkallaðir risatónleikar á mælikvarða þess tíma, þetta var reyndar stærsta rokkhátíð sem þá hafði verið haldin utanhúss á Íslandi. Rokk hf. annaðist undirbúning viðburðarins. Á sviðinu í Kaplakrika voru það mest erlendar rokkhljómsveitir sem spiluðu en einnig kom þar fram GCD…

Rivera (1986)

Litlar sem engar heimildir er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Rivera og starfaði á Akranesi sumarið 1986. Líklega var um unglingahljómsveit að ræða. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Ríkarður Jónsson (1888-1977)

Listamaðurinn Ríkarður Jónsson var fyrst og fremst þekktur sem myndhöggvari og tréskurðarmaður en kom árið 1928 lítillega við sögu íslenskrar tónlistarsögu. Ríkarður fæddist í Fáskrúðsfirði 1988 og ólst upp austanlands, hann nam tréskurðar- og myndhöggvaralist í Reykjavík en nam einnig í Danmörku og síðar í Ítalíu. Hann bjó lengst af í Reykjavík. Ríkarður þótti sérlega…

Ríkarður Jónsson – Efni á plötum

Ríkarður Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 42609 Ár: 1928 1. Fyrsti maí 2. Litla skáld á grænni grein Flytjendur: Ríkarður Jónsson – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]     Ríkarður Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 42611 Ár: 1928 1. Grænlandsvísur 2. Lágnætti Flytjendur: Ríkarður Jónsson – söngur [engar…

Rímtríóið (1967-68)

Rímtríóið var þjóðlagatríó starfandi 1967- 68 í Reykjavík og var skipað þeim Friðrik Guðna Þórleifssyni, Arnmundi Bachmann og Erni Gústafssyni. Tríóið skemmti oft á samkomum vinstri sinnaðra og tók þá baráttuslagara við hæfi en allir sungu þeir félagarnir auk þess að leika á gítara. Þegar Pálmi Stefánsson í Tónaútgáfunni bauð þeim þremenningum að taka upp…

Afmælisbörn 10. júní 2015

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er þrjátíu og átta ára, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað með ýmsum hljómsveitum…