Richter (1995)

Richter (2)

Richter

Hljómsveitin Richter kom frá Hvolsvelli, keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og lék stuðtónlist en afrekaði lítið og varð skammlíf. Hluti sveitarinnar átti hins vegar eftir að skjóta upp kollinum í öllu þekktari sveitum síðar.

Meðlimir Richters voru Hreimur Örn Heimisson söngvari og gítarleikari, Jón Atli Helgason bassaleikari, Halldór Örn Jensson gítarleikari og Árni Þór Guðjónsson söngvari og trommuleikari.

Hreimur Örn átti síðar eftir að slá í gegn með hljómsveit sinni, Landi og sonum og síðar Made in sveitin, Jón Atli átti eftir að birtast síðar með Hairdoctor, Fídel og fleiri sveitum og Árni Þór með Made in sveitin, Útrás og Landi og sonum.