Reykjavík Rhythm Section (1981)

engin mynd tiltækReykjavík Rhythm Section var eins konar funkstórsveit starfandi sumarið 1981, hún gæti þó hafa starfað lengur.

Meðlimir sveitarinnar voru liðsmenn Mezzoforte þá ungir að árum, Karl J. Sighvatsson hljómborðsleikari og einhverjir aðrir, svo líklega hefur fjöldi meðlima náð því að fylla tuginn.

Sveitin lék á að minnsta kosti á einum tónleikum sumarið 1981 en ekki er ólíklegt að sveitin hafi leikið á fleiri konsertum, jafnvel ári fyrr.

Allar nánari upplýsingar um Reykjavík Rhythm Section eru vel þegnar.