Risarokk [1] [tónlistarviðburður] (1982)

Þursaflokkurinn ásamt Valgeiri Guðjónssyni á Risarokk 82 (2)

Þursaflokkurinn ásamt Valgeiri Guðjónssyni sem spilaði sem gestur með sveitinni á tónleikunum.

Tónleikar undir yfirskriftinni Risarokk voru haldnir í Laugardalshöllinni þann 10. september 1982.

Á Risarokki leiddu saman hesta sína nokkrar þeirra hljómsveita sem höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson. Sveitirnar voru Þursaflokkurinn, Þeyr, Baraflokkurinn, Egó, Grýlurnar og Ósómi, sú síðast talda var reyndar ekki ein þeirra sveita sem komið hafði fram í myndinni en hún var skipuð meðlimum úr Sjálfsfróun auk Ellýjar úr Q4U, sem aftur höfðu verið meðal fulltrúa í Rokk í Reykjavík.

Risarokk voru haldnir af útgáfufyrirtækinu Hugrenningi og hugsaðir til að vinna upp tap á Rokk í Reykjavík en aðsókn á myndina hafði ekki verið mikil. Myndin hafði þá verið sýnd um nokkurra mánaða skeið í bíóhúsum landsins.

Um 2600 áhorfendur mættu í Laugardalshöllina til að berja sveitirnar augum og verður tónleikanna helst minnst fyrir afburða slæmt sánd, sem varð blaðamönnum aðalefni greina um Risarokkið.