Ringulreið 2000 [tónlistarviðburður] (2000)

engin mynd tiltækTónlistarhátíðin Ringulreið 2000 var haldin vorið 2000 á vegum Harðkjarna og Hins hússins á Granda.

Þar voru skráðar til leiks sextán hljómsveitir í harðari kantinum sem léku fyrir tónleikagesti í um átta tíma.

Meðal sveita sem komu fram á Ringulreið 2000 voru Forgarður helvítis, Snafu, Klink og Vígspá, svo fáeinar séu nefndar. Aðgangur var ókeypis að tónlistarhátíðinni.