Ríkarður Jónsson (1888-1977)

Ríkarður Jónsson (4)

Ríkarður Jónsson

Listamaðurinn Ríkarður Jónsson var fyrst og fremst þekktur sem myndhöggvari og tréskurðarmaður en kom árið 1928 lítillega við sögu íslenskrar tónlistarsögu.

Ríkarður fæddist í Fáskrúðsfirði 1988 og ólst upp austanlands, hann nam tréskurðar- og myndhöggvaralist í Reykjavík en nam einnig í Danmörku og síðar í Ítalíu. Hann bjó lengst af í Reykjavík.

Ríkarður þótti sérlega efnilegur söngvari og kom oft fram sem slíkur einkum á fyrri hluta aldarinnar, hann söng í kórum og var hvattur til söngnáms en ekki varð úr því heldur urðu aðrar listir fyrir valinu. Hann söng þó þrettán íslensk söng- og rímnalög inn á fimm 78 snúninga plötur sem tekin voru upp sumarið 1928 og komu út síðla árs á vegum Hljóðfærahúss Reykjavíkur. Engar heimildir er að finna um viðtökurnar sem plöturnar fengu en ekki varð framhald á útgáfusögu Ríkarðs enda stóð hugur hans annað sem fyrr segir.

Hann þótti einnig orðhagur, og orti bundið mál og óbundið þannig að honum var ýmislegt til lista lagt. Þeir Finnur Jónsson listmálari voru bræður.

Ríkarður lést 1977 eftir langvarandi veikindi.

Árið 2005 kom út plata í litlu upplagi á vegum Sigurjóns Samúelssonar plötusafnara á Hrafnabjörgum með tólf lögum Ríkarðs sem áður höfðu komið út á 78 snúninga plötunum en Sigurjón hafði yfirfært efnið á stafrænt form.

Efni á plötum